Einkunnir, heimsóknir og kannski eitthvað meira

Mér krossbrá þegar ég sá að ég hef ekki sett inn færslu í heila viku! Ákvað svo að það væri bara gott þar sem það hefur ekkert fréttnæmt gerst og ef ég hefði sett inn færslu hefði hún verið enn meira blaður en sú þar á undan Wink.

Fallegustu börninÞað er helst í fréttum að Árni Reynir og Kara fengu einkunnir fyrir fyrsta fjórðunginn í dag. Skólaárinu er semsagt skipt í fjórðunga og þeim fyrsta lauk í síðustu viku.
Einkunnirnar voru virkilega fínar.
Ég er eiginlega ánægðust með hvað þau fengu margar einkunnir. Málið er nefnilega að það var spurning hvort þau myndu fá einkunnir eða hvort þau fengju bara "staðist". Það að þau fá einkunnir þýðir að þau standa sig það vel að kennararnir telja að þau eigi að fá einkunnir eins og hinir nemendurnir - sem eru NB að læra fagið á eigin tungumáli.
Og að engin einkunn fari undir C+ (7,7-7,9) er auðvitað bara merki um hvílíka snillinga við eigum Kissing.
Við bíðum svo spennt eftir einkunnum Evu Drafnar sem ættu að berast í byrjun desember.

Myndin hérna til hægri er tekin þegar Undramundur Ofurmaður fór með börnin sín þrjú á American Museum of Natural History. Það er safnið þar sem myndin A night at the museum er tekin upp. Þar er m.a.s. boðið upp á "night at the museum" - næturgistingu í svefnpokum með vasaljós og allt. Farið í könnunarleiðangra í myrkrinu og ég veit ekki hvað - eitthvað sem okkur langar mikið að prófa. Í þetta skipti var tekinn örstuttur hringur um brotabrot safnsins, mest til að gefa mömmunni smá lærdómsfrí. Spurning hvort okkur takist að draga ömmuna og afann með okkur aftur næstu helgi Wink??

Eva Dröfn Já, það er mikil spenna yfir yfirvofandi heimsókn. Krakkarnir spyrja á hverjum degi hvað sé langt í Döbbu ömmu og Árna afa (og lambalærin Tounge). Þau hafa líka ekki sést síðan í ágústlok! Mikið held ég að einhverjir verði knúsaðir alveg í kremju Smile.

Minni ykkur á myndir í nóvemberalbúminu, ég bæti alltaf inn myndum öðru hvoru.

Hérna er mynd af Evu Dröfn á leðinni í skólann, með fínu ICELAND húfuna sem mamman keypti í síðustu Íslandsferð. Árni Reynir gengur um með skjaldarmerkið á enninu en Kara hefur ekki fengist til að smella sinni ICELAND húfu á kollinn Whistling.

Knús til ykkar allra.

Birgitta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært, innilega til hamingju með þessa æðislegu krakkaorma sem þið eigið! Ekki vafi á að mamman á eftir að standa sig eins vel í sínu.
Knús í krús til ykkar allra

Marta (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 11:31

2 identicon

Til lukku með börnin Birgitta mín

Maria (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 12:48

3 identicon

En gaman að fá svona fínar fréttir frá ykkur! Innilega til hamingju.

Það veit ég að mínir menn væru til í gistingu á þessu safni! Ég skutlast bara með þá yfir. :)

Elísa (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:20

4 identicon

Hæ til hamingju med ormagormana :)
Eg var ekki buin ad segja ter ad eg fann nyjan lit af iceland húfunum og keypti mér sjálf svoleidis :D er buin ad vera med hana i skolanum i nokkrar vikur nuna ;) bara svona svo allir viti ad eg se islensk :D hun er sko BLEIK hehe :)
Sendi mömmu og pabba med ekstra knús frá mér ;)
Luvja

Helena (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband