Þakkargjörð

Fyrsta Þakkargjörðarhátíðin okkar var í gær. Og nei, ég eldaði ekki risakalkún með öllu tilheyrandi Wink.  Fengum bara litla frænda kalkúnsins, kjúkling, með fullt af grænmeti og góðri sósu (úr íslenskum ostum Tounge).

BakarameistararnirDagurinn fór bara í algjör rólegheit og slökun. Dæturnar ákváðu að þær myndu sjá um eftirmatinn og ákváðu að bara súkkulaðiköku. Það var greinilegt að þær höfðu ekki gert þetta oft áður en myndarskapurinn var ótrúlegur. 

Kakan var rosalega flott, eins og sjá má á myndinni og afskaplega góð á bragðið. Þær eiga sko framtíðina fyrir sér í kökubakstri.

Kökulistaverkið

 

 

 

 

  

Enduðum svo daginn á að spila - eins og sést er mikið keppnisskap í sumum

Spilafólkið

 

Nú teljum við bara niður mínúturnar þangað til amma og afi koma í kvöld og æfum knúsin.

Knús og kram,

Birgitta og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldarsystur svo ekki sé meira sagt - taka sig ótrúlega vel út í eldhúsinu

Marta (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband