29.11.2007 | 01:38
Ömmu og afaheimsókn
Úff, ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja .
Byrja kannski bara á því að segja að ég trúi því varla að þessi tími sé búinn og að gömlu séu farin.
Þetta er búið að vera ótrúlega gott og gaman. Erum búin að borða hrikalega góðan mat, hlæja mikið og fara langt í hina áttina.
Það fyrsta sem við gerðum var að fara í Target og kaupa eitt stykki Jól . Við keyptum seríur og skraut, jólatré, kúlur, engla og bangsa og ég veit ekki hvað. Svo komum við heim og skreyttum aðeins, svona rétt til að fá fílinginn, restin fer upp í desember.
Á sunnudeginum fórum við niður á Manhattan.
Fórum á Ripley's believe it or not safnið þar sem við skoðuðum margt skrítið og skemmtilegt. Ótrúlegustu hlutir þar til sýnis. Við hefðum eiginlega þurft að hafa aðeins lengri tíma þar.
Eftir safnið hlupum við beint yfir í leikhús og sáum Mary Poppins söngleikinn.
Hann er hreint út sagt frábær! Amman og afinn keyptu diskinn með tónlistinni og á leiðinni heim var allt sett í botn og við sungum hástöfum A spoon full of sugar, It's a jolly holiday og öll hin lögin. Reyndar eru allir búnir að vera trallandi stef úr söngleiknum daginn út og inn, einn byrjar kannski og áður en maður getur sagt Supercalifragilisticexpialidocious eru allir búnir að taka undir og trallar hver í sínu horni .
Við erum svo búin að flengjast í hina áttina fram og til baka. Skoða flest allar búðir í svona 10 km radíus og versla aðeins í þeim öllum .
Það er ekki laust við að mér hafi vöknað um augu þegar ég knúsaði þau bless. Ég er alla vega alveg búin að sjá hvað vantar í stóra húsið mitt!
Ömmu og afa í kjallarann!
Krakkarnir eru sko alveg sammála því, finnst frekar tómlegt í kotinu þegar amman og afinn eru farin.
Knús amma og afi og takk innilega fyrir samveruna.
Birgitta og aðrir aðdáendur
PS. Nýjar myndir í Nóvemberalbúminu
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
Athugasemdir
Elskurnar okkar, takk fyrir okkur.
Já þetta leið allt of hratt og skrítið að vera bara dottin inní Hraunbæinn aftur, en rosalega gott að geta nú hugsað um ykkur í réttri mynd. Þetta var alveg frábært og flott að við fórum í hina áttina, annars hefði amma kanski ekki verslað svona vel. Knús og fullt af ást frá afa og ömmu.
amman og afinn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 12:17
Ömmur og afar, bara einhvern veginn alveg ómissandi. Sama hvar maður er.
Ed´s frænks
p.s. ég tékkaði á stafsetningunni á super.... ég held þetta sé bara alveg rétt Annars er alltaf hægt að spyrja Rebekku ef maður er ekki viss...
Edda frænks (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.