30.11.2007 | 23:10
Ævintýralegar heimsóknir
Ég gleymdi nú alveg að minnast á það í færslunni á undan að það ætlar ekki að ganga áfallalaust fyrir neinn að koma í heimsókn hingað á Krossgötuna.
Fyrst lenti Marta í smá dítúr til Boston, dítúr sem seinkaði henni hingað um 3 tíma eða meira.
Næst var það ferðin okkar systrana sem endaði í töskuruglingnum ógurlega.
Svo voru það ma og pa sem komu auðvitað með fulla tösku af mat.
Þau voru með fisk, lambakjöt, jógúrt, grænar baunir og sitthvað fleira.
Þegar þau komu að tollvarðahliðinu rauk á þau fíkniefnahundur! Sá hefur líklega fundið gómsætan ilm af fiski og lambakjöti og ákveðið að kanna það nánar.
Sem betur fer eru foreldrar mínir ekki mjög eiturlyfjasjúklingaleg svo þau fengu góða meðferð hjá tollvörðunum. Þeim þótti bara virkilega sniðugt að amman væri að ferðast milli heimsálfa til að elda lambakjöt ofan í barnabörnin sín .
Þeir sögðu þeim líka að það er í lagi að flytja inn ferskt lambakjöt - bara frá Íslandi og Nýja-Sjálandi - en kannski síður ferskan fisk. Samt sluppu þau með allt í gegn.
Þannig að ef þið ætlið að "droppa í heimsókn" þá megið þið endilega kippa með einu læri eða svo.
Knús,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Semsagt, ef maður er ekki eiturlyfjasjúklingalegur, má maður koma með ferskt lambakjöt frá íslandi, gott að vita af því
Marta (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.