2.12.2007 | 21:10
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó
Þegar við vöknuðum í morgun var lífið orðið svolítið öðru vísi á litinn en það var þegar við fórum að sofa - það var hvítt!
Þetta er nýja útsýnið af veröndinni minni, rosalega gaman að sjá hvernig þetta útsýni hefur breyst á þessum mánuðum sem við höfum verið hérna. Þarf að setja inn myndasyrpu þegar við höfum verið hérna lengur.
Krakkarnir virðast hafa fundið lyktina af snjónum því þau voru komin á fætur fyrir allar aldir og rokin út.
Eva Dröfn fann nokkrar endur svamlandi á lækjarsprænunni í garðinum okkar og ákvað að þær hlytu að þurfa morgunmat eins og við. Hún byrjaði á að arka út með vonda morgunkornið og bjóða þeim en þær vildu ekkert sjá það frekar en við. Hún náði þá í brauðið okkar og það þótti þeim almennilegt og hámuðu í sig eitt og hálft brauð. Þetta var ótrúlega gaman svona í morgunsárið og mikið stuð á öndunum.
Árni Reynir náði í heimasmíðaðan bát sem hann setti á flot. Var búinn að setja í hann lítinn fjársjóð og sá fyrir sér að einhver gutti á hinum endanum myndi finna hann síðar í sömu sögu. Reyndar fór ekki betur en svo að báturinn var næstum sokkinn en endaði reyndar með því að mara bara í hálfu kafi og flaut þannig eitthvað út í buskann.
Svo mokuðu þau allan snjó af stígnum og úr innkeyrslunni áður en þau fengu nóg af útiveru.
Nú verður spennandi að sjá hvort það bæti í snjóinn og skólarnir verði kannski bara lokaðir á morgun.
Nýjar myndir í desemberalbúminu.
Knús,
Birgitta
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
Svindl, mig langar líka í svona Árstíðir...
Marta (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 21:27
Sammála Mörtu annað en hér á þessu skeri allt grámyglulegt
Hulda (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 22:03
hæ kæra fjölskylda!
Gaman að sjá að gangi vel hjá ykkur. Snjór , gaman, gaman, vild við hefðum það líka hér. Allir byðja að heilsa.
Friðgerður og co (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:30
jáháþetta var gaman ég gaf þeim líka í hádeigismat en ekki kvöldmat það var of dimmt!!!!
Eva Dröfn, 3.12.2007 kl. 12:36
Hæ hæ...já við öfundum ykkur mikið af þessum snjó. Við erum að fara til Danmerkur á fimmtudaginn og erum að vona að það fari að snjóa þar á þeim tíma...sem er reyndar mjög ólíklegt...en allavega fáum við kuldann...því við erum enn í 20 stiga hita.
Maria Rebekka (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.