Jólahúsið

JólahúsiðLangaði að sýna ykkur hvað húsið okkar er orðið fínt.
Mamma og pabbi hjálpuðu okkur að versla skrautið en fengu ekki að sjá hvað þetta kemur allt flott út.
Reyndar var svolítill Íslandsfílingur á þessu hjá okkur því það rigndi daginn eftir snjóinn og jörðin varð alveg auð. Í dag er búið að snjóa smá svo ég laumaðist út í rökkrinu og smellti þessum myndum af dýrðinni. Jólajólahúsið

Undramundur er nú á flakki um Evrópu með pakkaviðkomu á Íslandi. Kannski ekki bara pakkaviðkomu en ég veit um ansi marga sem ætla að lauma á hann einhverju undir tréð okkar fína (sem er ekki komið upp).

Það eru allir orðnir mjög spenntir yfir jólaferðinni til Íslands. Við leggjum af stað á annan í jólum og lendum að morgni 27. Á laugardeginum verður svo haldið á Flúðir þar sem við ætlum að eyða áramótum með Döbbu, Árna, Rebekku, Gunna Spunna og Helenu Pelenu Pú.

Dagana fram að því eru börnin að plana að hitta vini sína og við Undri gamli kannski bara líka Wink.

Lýk þessu á myndum af litlu lærdómssnillunum:

Árni  Eva

Knús í kotin ykkar,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Gyða Árnadóttir

En hrikalega ,,einsogútúrjólabíomyndarlegt"! Hreint út sagt æði.  Best að druslast niður í kjælleren og finna einhverjar seríur, fékk móral að sjá hvað þetta er huggó hjá ykkur.

Ástarkveðjur úr rokinu á ísa köldu.....GG

Guðrún Gyða Árnadóttir, 6.12.2007 kl. 22:41

2 identicon

Yndislega krúttlegt og notalegt - finn ilminn af jólagreni og heitu súkkulaði þegar ég skoða myndirnar. Hlakka rosalega til að hitta ykkur

knús til baka

Marta (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 15:51

3 identicon

Ohhhh hvað ég fékk í magann að lesa færsluna :) Ég hlakka svo til að sjá ykkur! það verður alveg yndislegt á Flúðum!
Love you lots
Helena Pelena Pú

Helena (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:00

4 identicon

Heldurdu ad eitthvert ykkar gaeti skroppid til min ad skreyta?  Thid erud greinilega mjog von.

Edda (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband