11.12.2007 | 16:51
Jólafrí og leti
Þá er mamman búin að skila af sér síðasta verkefninu og komin í jólafrí.
Og það ekkert smá jólafrí því skólinn byrjar ekki aftur fyrr en 14.janúar .
Veit ekki alveg hvar ég ætla að byrja í letinni, er með bókahrúgu á náttborðinu sem mig langar að lesa, nokkra þætti á TiVoinu sem mig langar að horfa, fullt af pökkum sem þarf að pakka inn, áramótaferð til Íslands sem þarf að undirbúa og ég hangi bara hérna við tölvuskjáinn og geri ekki neitt.
Það er mest lítið svosem að frétta af okkur. Krakkarnir standa sig áfram með prýði í skólanum en eru pínu svekkt yfir að fá ekki "alvöru" jólafrí eins og á Íslandi. Fyrsti frídagurinn þeirra er nefnilega 24.desember! Sem betur fer lendir hann á mánudegi svo þau fá helgina á undan í frí en eiga svo að mæta aftur í skólann 2.janúar svo þetta er nú ekkert á við íslenska jólafríið.
Við höfum fengið nokkrar beiðnir um addressuna okkar, greinilegt að einhverjir ætla að lauma til okkar jólakortum . Smelli henni hérna inn svona ef fleiri eru að vandræðast:
11 Cross Rd.
Ardsley, NY10502
USA
Ekki flókið .
Svo náum við nú vonandi að hitta einhver ykkar þegar við komum, alla vega svona þessa nánustu, við hlökkum ferlega mikið til!
Knús og kram,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er heilög skylda að dinglast í soldinn tíma eftir svona törn. Svo dinglaðu þér bara og njóttu þess!
Marta (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.