Lokað vegna veðurs

Jæja þá er fyrsti Snow Day í skólunum barnanna í dag.

Í gær kom Eva Dröfn heim með miða úr skólanum. Á honum var farið yfir Emergency Pick-up Procedures ef til óveðurs myndi koma. Allir að vera tilbúnir að sækja börnin eða vera heima ef þau kæmu með skólabílnum. Bæði Árni og Kara töluðu líka um að allir byggjust við því að það yrði Snow Day og frí í skólanum.
Spáin var nefnilega frekar "slæm" og búist var við SNJÓKOMU Shocking.

Við spáðum nú ekki mikið í þetta, ég kíkti á spána og jújú, átti að snjóa eitthvað en ég gat ekki séð að það ætti að blása neitt. Verð að viðurkenna að ég lagði lítinn trúnað í þetta.

ÓveðriðVöknuðum svo við tölvupóst OG sms klukkan 5:30 í morgun þar sem okkur var tilkynnt að allir skólar í Ardsley yrðu lokaðir í dag vegna yfirvofandi veðurs. Þegar við litum útum gluggann blasti þetta við okkur (myndin hérna til vinstri). Blankalogn, léttskýjað og frekar hlýtt.

Við hlógum eiginlega bara. Mikið var óþægilegt að treysta þessum skilaboðum þegar veðrið var svona yndislegt og fallegt. Við ákváðum samt að njóta dagsins bara og Undramundur tók sér m.a.s. frí í vinnunni.  
Ætlum að skreyta jólatréð, baka, spila og hafa það hrikalega notó í dag.

Núna er klukkan 11:30 og þá lítur "óveðrið" svona út:

ÓveðurSegi nú bara eins gott að maður þurfti ekki að senda börnin út í þetta!!! Eða þannig sko Sideways.

Fyndið að í íslenskum fréttum les maður um að björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi veðurs en hvergi er minnst neitt á að skólarnir séu lokaðir.

Okkur þykir þetta mjög fyndið og höfum styrkst í þeirri trú okkar að Íslendingar séu hörkutól.

Bestu kveðjur úr (ó)veðrinu,

Birgitta og co

Smá update.
Nú er klukkan 15:20 og börnin ættu öll að vera komin heim úr skólunum. Óveðrið mikla

Hérna er mynd af "veðrinu" eins og það var verst. Verð að segja að við værum alveg til í ALVÖRU óveður. Ekki svona jólakortamyndaveður eins og er hérna. Það hefur ekkert blásið, það sko blankalogn og á Íslandi teldist þetta blíðskaparveður - og ég er  ekkert að ýkja neitt.

Finnst þetta næstum ekkert fyndið lengur, eiginlega bara halló. Meiri veimiltíturnar þessir Amríkanar!

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 ég sem barðist við að stöðva risastóru og þungu ruslatunnuna mína áður en hún fauk út í veður og vind seint í gærkvöldi... en fékk ekkert sms frá skólanum og svo eru íslenskar "shoptillyoudropp" kellur bara settar í járn á JFK flugvelli þegar þær mæta á staðinn... ja, það er sagt að margt sé skrýtið í kýrhausnum en ég held það sé enn fleira skrítið í Ammríkunni  eins gott að hlæja bara að þessu...

kveðja úr alvöru óveðri

Sigga Þ. (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 19:38

2 identicon

Það er nú alveg á hreinu að Ameríkanar vita ekki hvað óveður.

þetta er bara hneyksli

Ég held að þeir ættu að lesa

Dýpri lægð á leiðinniSenda frétt


Veðurstofa Íslands varar við stormi víða um land seint í kvöld og á morgun. Stormsins fer líklega að gæta upp úr miðnætti og verða vart á landinu fram á seinnihluta föstudags.  Lægðin sem er að koma upp að landinu mun vera dýpri og víðáttumeiri en sú sem gekk yfir umliðna nótt.   Er þetta þriðja óveðrið, sem gengur yfir sunnan- og vestanvert landið í vikunni.

Hulda (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 19:42

3 identicon

Hahaha, þetta er náttúrulega bara fyndið!

Edda (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband