Bið, endalaus bið

Nú er eiginlega bara verið að bíða hérna á Krossgötunni.

Eva bíður eftir Jólunum,
Árni bíður eftir jólunum og að hitta Garðar vin sinn á Íslandi,
Kara segir á hverjum degi "ég hlakka svo til að fara til Íslands" og "ég get ekki beðið eftir að koma til Íslands", svo hún bíður eftir að áramótaferðinni
og
við gömlu bíðum bara eftir.. tja, eiginlega bara engu Tounge.

Það er ósköp notalegt að vera í jólafríi.
Tala nú ekki um þegar börnin eru í skólanum fram yfir hádegi, Maríurnar mínar koma vikulega að þrífa og jólainnkaupin eru búin. Ég er bara eins og prinsessan á bauninni hérna og kann ekkert smá vel við það.

Á morgun fer ég reyndar 19 ár aftur í tímann og fer í verklega bílprófið í annað sinn á ævinni. Það skiptir semsagt ekki máli þó ég hafi keyrt bíl í 19 ár, ég verð að sanna það fyrir ammrískum prófdómara að ég kunni í alvörunni að keyra.
3ptGet nú ekki sagt að ég hlakki til, kvíði mest fyrir ef ég þarf að bakka í stæði Frown, það hefur sko aldrei verið mín sterkasta hlið.

pp

Eða ef ég þarf að gera svona 3 point turn - man ekki eftir þessu úr ökuskólanum á Íslandi... (sem er kannski ástæðan fyrir því að ég þarf að gera þetta aftur, humm?).
Vona bara að ég fái jafn ágætan prófdómara og Undri og verði bara 3 mínútur að rumpa þessu af. Það væri frekar glatað að falla á bílprófinu komin hátt í fertugt Sideways.

Kemur í ljós í morgen.

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú pínu fyndið að falla á því núna.  Eins gott að þú verðir ekki hyper stressuð og takir 5 point turn eða eitthvað.

Öfunda þig af jólastressleysinu.  Við ætluðum að laumast með börnin í smá frí á fimmtudag og föstudag en skólinn þeirra er ekki alveg að samþykkja það, þurfum því líklega að fara í óleyfi .  Það þarf ekki meira til að koma mér algjörlega úr jafnvægi.

Edda (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 09:29

2 identicon

Þrí pojnt hvað... þetta er bara svona Kringlubakk.. eða Nóatúns - hefur gert þetta þúsundogfimmsinnum (þó þú verslir bara online þessa dagana). Get vottað það að þú getur alveg keyrt í Ameríku. Gangi þér rosa vel, skora á þig að skáka Undramundi og taka prófið á 2.5 mín!

STELPUR ERU BESTAR!!

Marta (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband