20.12.2007 | 13:18
Jólatónleikar
Við Árni Reynir fórum á jólatónleika Concord Road Elementary School í gærkvöldi. Þar söng hún Eva Dröfn með fríðum flokki drengja og stúlkna úr 4ða bekk í skólanum hennar.
Þetta var alveg ótrúlega gaman, virkilega fallegt og meiriháttar. Mér fannst svolítið skrítið að hlusta á snúlluna mína syngja svona tónleika á ensku, hún hefur alltaf verið í kór en þá er sungið á íslensku.
Það er svo gaman að því að þó maður hafi heyrt sitt barna æfa sig hérna heima þá er það svo ólíkt því þegar mörg börn eru komin saman, ég var með gæsahúð og kökk allan tímann.
Vona að mér takist að setja inn upptöku af einu laginu, annars verðið þið bara að koma á næstu tónleika .
Púff, það er eitthvað þarna, sé ekki hvernig þetta verður en það kemur í ljós. Er þetta hepnaðist þá er Eva Dröfn þarna fyrir miðju einhvers staðar, ég var mjög aftarlega þannig að ég þurfti að vera á fullu zúmmi svo upptakan er kannski ekki mjög góð.
Hérna er svo jólakveðja til ykkar allra, er nú líklega búin að senda þetta á flest ykkar en ...
http://www.elfyourself.com/?id=1523719019
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
Athugasemdir
Hæ hó.
Mikið var gaman að sjá þetta fína video! :)
Bestu óskir um gleðileg jól krúslan mín til þín og þinna. Jólakortið er á leiðinni... nær ekki fyrir jól. :)
Knús til ykkar, Elísen og co.
Elísa (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:43
Elskurnar við sendum ykkur óskir um gleði og friðarjól , hlökkum til að hitta ykkur öll 27.desember
Jólakveðja
Oddný , Hilli og Sól
Oddný frænka (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.