24.12.2007 | 15:03
Jólakveðja
Eva Dröfn er gjörsamlega friðlaus, ég held hún muni enda með að springa áður en við náum að að halda jólin. Myndin hérna til hliðar lýsir ágætlega því hvernig hún er búin að vera síðustu daga .
Árni greyið veiktist í fyrradag og er búinn að liggja með hita og hausverk. Hann er ótrúlega duglegur að reyna að slaka á og halda sér í ró, þrátt fyrir að það sé margt sem reyni að toga hann á fætur og í fjörið (lesist, litla systir).
Kara tekur þessu öllu með stóískri ró, ég er samt ekki frá því að ég sjái spennuglampa bregða fyrir í augum hennar öðru hvoru.
Við ætlum að hafa jólin að amerískum sið þetta árið. Ætlum að borðan jólamatinn í kvöld en svo að honum loknum ætlum við bara að fara að spila og hafa það notó saman.
Svo þegar við vöknum í fyrramálið, þá verða pjakkajólin, eftir dýrindismorgunmat .
Hérna er jólatréð okkar í myrkrinu í gærkvöldi, þegar við Undri vorum að lauma undir það síðustu pökkunum. Ótrúlega hefur þeim fjölgað eitthvað síðustu daga, við verðum allan morgundaginn að opna þá alla .
Elsku vinir og fjölskylda, hafið það svo ofsalega ljúft og gott og yndislegt næstu dagana, við hlökkum svo innilega til að hitta ykkur.
Risaknús og -kossar,
FJölskyldan á Krossgötunni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðileg jól kæru vinir, hlakka rosalega til að hitta ykkur og Spiderman dótið sló hressilega í gegn. Ég er samt spenntust að vita hvað er í morgunmat á jóladagsmorgun :P
Marta (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.