26.12.2007 | 01:11
Amerísku jólin
Þetta er búið að vera hreint út sagt yndislegt.
Ég skil ekkert í okkur Íslendingunum að vera að bögglast við að opna pakkana á aðfangadagskvöldi, allir orðnir yfirspenntir og þreyttir og ná ekki að njóta matarins og svo þegar síðasti pakkinn er opinn þarf nánast að fara beint í bælið.
Við byrjuðum auðvitað á að hafa möndlugraut í hádeginu. Árni Reynir fékk möndluna og fékk Partýspilið . Svo fór dagurinn í dund og spil (og eldhússstúss).
Við borðuðum jólamatinn klukkan 18, hamborgarhrygg með öllu og grænmetisgúmmelaði fyrir Undramund. Allir borðuðu í rólegheitum og það var ekkert mál þótt við leyfðum matnum að sjatna aðeins áður en við snerum okkur að eftirmatnum.
Eftir matinn spiluðum við Partýspilið, stelpur á móti strákum og auðvitað unnu stelpurnar "it's a girl thing" .
Þegar við vorum búin spila fengu allir 2 pakka, í pökkunum voru náttföt og inniskór fyrir alla - dressið fyrir Jóladaginn.
Við Undri vöknuðum svo eldsnemma (8:30) í morgun og fórum beint í eldhúsið þar sem við elduðum þennan líka dýrindis morgunverð. Vorum með pönnukökur, skrömbluð egg, ávexti og grænmeti, lax, skinku og alls kyns annað álegg, ferskan djús a la Undri og já, held það sé komið (bara fyrir þig Marta ).
Þá kom loksins að því að við settumst inn í stofu og réðumst á pakkaflóðið.
Ótrúlega mikið af pökkum af öllum stærðum og gerðum.
Hérna er Árni Reynir að opna Ripstik frá Döbbu og Árna, alveg lygilega erfitt að halda jafnvægi á þessu!
Hann var reyndar fljótur að ná ballans og þýtur núna um allt hús eins og náttfataklædd ofurhetja.
Pabbinn fékk þessa snilldargjöf frá börnunum sínum. Þau höfðu skrifað á kortið "Þetta er gamall vinur þinn, hann vill hefnd". Gummi var að vonum frekar hlessa og svoldið spenntur og hló svo dátt og innilega þegar hann opnaði pakkann og sá Rubiks Cube í nýrri ofurútgáfu. Þessi er sko ekki 3x3 heldur 4x4 og þ.a.l. trilljón sinnum erfiðari en kubbburinn sem Undri litli leysti á nokkrum sekúndum í gamla gamla daga.
Svo var hann reyndar alveg niðursokkinn í þetta, svo niðursokkinn að við enduðum með að fjarlægja kubbinn svo að við hefðum einhvern pabba með okkur í jólagleðinni.
Verð að smella inn einni mynd af Evu Dröfn þegar hún opnaði pakkann sinn frá okkur Undra. Við ákváðum að gefa henni hljómborð, gengur ekki lengur að hafa hana glamrandi á litla 10 lykla hljómborðið sem hún erfði frá Rebekku eða Helenu. Eins og þið sjáið á svipnum þá hitti þetta svo sannarlega í mark!
Elsku þið öll, takk innilega fyrir allar fallegu gjafirnar, það eru allir í skýjunum!
Það eru allir alsælir og glaðir með daginn. Við erum svo búin að liggja hérna í algjörri leti. Krakkarnir búnir að leika sér með allar nýju gjafirnar í rólegheitum og allir á náttfötunum allan daginn . Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið en ég gæti alveg hugsað mér að gera þetta að hefð hjá okkur, þetta er svo mikið afslappaðra og notalegra svona.
Það eru fleiri myndir í Jólaalbúminu.
Framundan er svo ferðalagið mikla á morgun, allir að vakna og pakka niður og svo skutlumst við yfir hafið til að knúsa ykkur öll - guð hvað við hlökkum til.
Ég ætla ekki að taka hana Löbbu mína með mér til Íslands, held við verðum með feykinóg af farangri svo ekki búast við annarri bloggfærslu fyrr en á næsta ári.
Knús og kossar,
Birgitta og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æðislegt jólablogg - þessi ameríska jólahefð er farin að hljóma ansi vel í mínum eyrum eftir þennan lestur og spjall og reynsluna af litlum 5 ára gutta sem neitar að fara að sofa þó að klukkan sé komin fram yfir 1 á jólanótt. Hlakka til að hitta ykkur...
Marta (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 01:34
Já og takk fyrir útlistun á morgunmat, mér líður strax betur
Marta (aftur) (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 01:35
Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda, núna eru þið komin heim á klakann kalda og fengið alvöru óveður beint í æð. Þar sem ég er ennþá tölvulaus á heimilinu og of bissí í vinnunni allajafna til að lesa blogg hefur þetta verið ágætis jólalestur að fara í gegnum síðustu vikur hjá ykkur. Þetta hefur greinilega verið notalegt hjá ykkur um jólin. Við sjáumst svo í saumó fljótlega.
Bestu kv.Hildur
Hildur Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.