Undramundur Armbeygjustjóri

Ég hélt ég myndi nú seint segja þetta en ég er komin með nóg af því að vera í fríi. Það segir kannski eitthvað um hvað mér þykir gaman í skólanum að ég er farin að bíða með óþreyju eftir að byrja aftur. Mér gekk mjög vel í báðum fögunum sem ég tók í haust, fékk 9 í báðum og er virkilega sátt við það.

Það vita það nú líklega flestir að aðstæðurnar hafa breyst heilmikið hjá okkur hérna á Krossgötunni síðustu vikur. Undramundur er að hætta sem framkvæmdastjóri Leikhúsmógúlsins og byrjar með vorinu að vinna hjá Latabæ. Hann verður yfir einni af erfiðustu deildunum þar - armbeygjudeildinni Tounge.
Þetta þýðir að hann verður að vinna að heiman fram á sumar, við hjónin verðum semsagt bæði heimavinnandi - hann uppi í armbeygjunum og ég hérna niðri að læra. Það verður örugglega frekar skrítið en mjög notalegt. Það verður alla vega mjög auðvelt að komast saman í Lunch Wink.

Það er því alveg öruggt að við flytjum öll heim næsta sumar, þetta verður bara stutt stopp á Krossgötunni í þetta skiptið. Það fer því hver að verða síðastur að koma í heimsókn, þeir sem hafa áhuga ættu að hafa samband svo við getum passað upp á að það verði ekki tví- og þríbókanir í gestarýmið Wink.

Ég er búin að setja eitthvað af myndum í Janúaralbúm, mest af því eru reyndar myndir sem ég tók á nýjasta leikfangið mitt. Við Undri fengum nefnilega dót í jólagjöf í fyrsta skipti í mörg ár og ég er búin að vera mikið dugleg að leika mér. Það er ólíkt skemmtilegra að taka myndir á alvöru myndavél, hlakka til vorsins, ætla að vera dugleg að smella af myndum héðan, hef heyrt að vorið hérna sé alveg yndislega fallegt og blómlegt. Það mætti reyndar halda að það væri komið vor núna, hitinn fór í 20 gráður í gær og er í um 17 gráðum núna, glampandi sól og fallegt. Ég á reyndar ekki von á að það endist, getur varla verið að veturinn sé svona stuttur.

Hérna til vinstri eru líka myndbönd af börnunum, undir Nýjustu myndböndin.

Knús í kotin ykkar,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jaha, thad eru greinilega miklar breytingar a Krossgotunni.  Spennandi breytingar leyfi eg mer ad segja.  Vona ad thad fari vel um Undra i Latabae. 

Vid komum sjalf heim i agust eda byrjun september, er strax farin ad hlakka svolitid til...

Edda (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:44

2 identicon

Hæ, hæ, ég ákvað að kvitta fyrir mig í þetta skiptið. Sjáumst eldhressar annað kvöld

kv. Sigga sveitapía

Sigga Þ. (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:39

3 identicon

Hæ, hæ og gleðilegt árið :)

Hef ekki kíkt lengi, gaman að lesa nokkur blogg í einu og skoða myndir. Það fer greinilega bara vel um ykkur þarna á Krossgötunni. Ekkert smá flott umhverfi :) Og ég væri sko alveg til í að prófa þessa hefð með jólin, virkar mjög rólegt og afslappandi og virkilega notið hverrar stundar, lengir líka aðeins þennan "aðfangadagskvölds" tíma/stemmningu....sem líður annars alltaf svo fljótt og er sá tími þar sem allt springur eins og blaðra eftir margra vikna stress :) Ég er alltaf að setja mér markmið að hafa aðventuna afslappaðri og njóta tímans en alltaf skal ég enda í þvílíka stresskastinu......verð að fara að byrja bara um sumarið held ég :) Gangi þér áfram vel í skólanum, þú rúllar þessu upp. Er sjálf að reyna að koma mér í lærdómsgírinn, ætla að reyna við 3 fög núna. Annars bara allt gott af okkur. Hafið það öll áfram gott í Ameríkunni. Heyrumst vonandi fljótlega :)

kv.Gunnþórunn

Gunnþórunn (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband