Loksins

Jahérna hér, ég er aldeilis ekki að standa mig í stykkinu, ekki búin að setja inn færslu í alltof marga daga.
Ég er samt löglega afsökuð, er búin að vera viku á Íslandi í skólanum og því ekki alveg með púlsinn á því sem var að gerast hérna í Ammríkunni á meðan.

BókaflóðSkólatörnin mín var rosalega skemmtileg. Það eru þvílík forréttindi að fá að læra það sem maður hefur mestan áhuga á. Önnin fer að mestu í bókalestur og greiningar bókmennta og mikið ofboðslega þykir mér þetta spennandi. Hérna er mynd af mestum hluta lesefnisins í vetur, það vantar þarna nokkrar bækur sem eru í pöntun og skila sér vonandi fljótlega.
Önnin verður samt frekar strembin, eins og sést kannski á myndinni, rosalega margar bækur sem ég þarf að lesa og mörg verkefni sem ég þarf að skila.
En það er bara gaman Smile.

Krakkarnir voru að vonum kátir að fá mömmurnar sínar heim. Segi mömmurnar því Auðbjörg kom með mér út til að hitta hana Köru sína. Þær ákváðu svo að eyða nóttu saman í stórborginni og eru því núna á Manhattan.

LaufasmölunVið hin erum bara búin að vera í rólegheitunum. Fyrir utan að krakkarnir tóku rosalegan laufaskurk í gær. Garðálfarnir okkar hrúguðu nefnilega öllum laufunum bara við vegakantinn og við erum búin að bíða síðan í nóvember eftir því að þeir kæmu og tækju hrúguna. Svo fengum við vinsamlega ábendingu frá bæjaryfirvöldum um að þetta væri komið gott svo Gummi setti börnin í vinnu. Þau eru búin að standa sig eins og ofurhetjur. Við erum nefnilega ekki að tala um 1-2 ruslapoka af laufum, þetta endaði í 15 pokum! Þegar ég kom heim höfðu þau verið að myndast við þetta í þrjá daga og kláruðu svo með trukki og dýfu í gær.


Framundan er svo skólatörn hjá okkur öllum. Þriðja "quarter" er að byrja í næstu viku hjá börnunum sem þýðir að þau fá minni stuðning en þau hafa fengið undanfarna mánuði. Þau eiga öll að geta höndlað það en það verður kannski ívið meira álag.
Í febrúar er ætlunin að keyra til Flórída (19 tímar Sideways) og eyða miðsvetrarfríinu þar í sólinni og sandinum.
Gummi verður á einhverju flandri næstu vikurnar og ég kem svo aftur í skólann í febrúar.

Blogga nú örugglega eitthvað fram að þeim tíma Wink.

Knús í kotin ykkar,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Duglegir krakkar, eiga ekki langt að sækja það. Vona að þau hafi fengið eitthvað gott í staðinn fyrir alla vinnuna

Marta (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 18:47

2 identicon

Ég var farin að halda að þú værir veðurteppt á Íslandi eða að tölvan væri biluð!  Jón Kalman er einmitt á óskalistanum hjá mér núna, ég fékk nýju bókina hans ekki í jólagjöf en langar mikið að lesa hana. 

Hér er bara vorveður þessa dagana, 14-15° og létt gola - yndislegt alveg hreint!  En mér skilst að febrúar eigi að vera leiðinlegur svo það verður skammvin sæla í bili.

Kveðja,

Edda

Edda (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:17

3 identicon

Sælar elskurnar.  Frábærlega dugleg börn, en eins gott að bæjaryfirvöld geri ekki athugasemd við að börnin skuli vera látin gera eitthvað þarft.  Maður veit aldrei með þá þarna í Ameríkunni, eru ótrúlega skrítnir finnst mér.

Amman sem vill helst bara hafa alla á klakanum í snjónum og skíðaveðrinu.

Dröfn (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband