27.1.2008 | 14:27
Veðurblogg
Ég verð eiginlega að taka eina létta veðurfærslu. Og þá bara til að kvarta undan veðurleysinu í Ardsley.
Það er alltaf sama veðrið hérna - kalt, stillt og bjart. Búið að vera nákvæmlega þannig síðan ég kom frá Íslandi sem var 18.janúar. Í 9 daga!
Á meðan les ég yndislegar veðurfréttir frá Íslandi, eitthvað nýtt og spennandi á hverjum einasta degi.
Ég er alveg viss um að þetta hefur áhrif á geðslag þjóða, fólkið hérna þarf t.d. aldrei að hafa áhyggjur af veðrinu. Þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna í blíðskaparveðri og vera svo óvænt veðurteppt í vinnunni. Hérna stenst veðurspáin! Ég get skoðað veðurspá næstu 3ja daga og vitað upp á hár hvernig er best að klæða börnin í skólann þá daga. Gæti jafnvel lagt fram fötin þeirra fyrir vikuna og það myndi aldrei koma fyrir að þau væru vanbúin í skólanum.
Enda er það stórmerkilegt að fólkið hérna talar barasta aldrei um veðrið. Mikið er gott að fá smá útrás fyrir veðurspjallsþörfina .
Við fjölskyldan erum búin að liggja í Næturvaktinni síðan um jólin - reyndar með löngum hléum vegna flakksins á foreldrunum en vorum að byrja aftur í gærkvöldi. Þættir eru auðvitað bara snilld og gaman að því hvernig þeir höfða til allra fjölskyldumeðlima þó það sé kannski ekki alveg á sama hátt. Það er verst að við getum ekki notað alla frasana nema innan heimilisins, höfum reynt að þýða þá á ensku en það hljómar ekki nærri því eins vel. Ég stakk reyndar upp á því að börnin prófuðu að nota "Sæll!" á krakkana í skólanum en þau eru eitthvað rög við það.
Lýk þessu á tveimur Georgs Bjarnfreðarsonar-eftirhermum .
Farið vel með ykkur,
Birgitta
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Athugasemdir
Yndislega krúttulegir Georgar - að öðrum ólöstuðum nær Árni honum ótrúlega vel
já fínt.. já sæll!!
Marta (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.