30.1.2008 | 16:13
Meira af veðrinu
Af því hún Marta var svo yndisleg að senda mér vídeóupptöku af alvöru íslensku roki þá ætla ég að endurgjalda henni með upptöku af amerísku óroki.
Það sést kannski aðeins á trjánum að það er hífandi rok, er samt ekki viss. Við erum að tala um að það var HÍFANDI rok, ekki bara smá gola. Það sem vantar í rokið hérna eru hljóðin - skil ekki hvert þau fara.
Mér varð þó að ósk minni og veðrið er ekki lengur kalt og stillt. Nú er rigning og rok en það er bara ekkert í líkingu við alvöru rigningu og rok. Rigningin fellur bara á millli vindhviða svo hún dettur bara beint niður og vindurinn er svona hógvær eins og þið sjáið á myndbandinu.
Læt þetta verða lokafærslu mína í flokknum Veður og veðurleysi, alla vega í nokkrar vikur .
Knús,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Nojts.. bara allt að verða vitlaust í veðrinu
Marta (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.