Lög og reglur

Það er ýmislegt í skólunum hérna úti sem er öðru vísi en við erum vön. Sumu var erfitt að venjast, sumt kom auðveldlega og sumt lærðist af reynslunni Smile.

Hérna eru dæmi um það sem er bannað:

  1. Bannað að fara út þegar það snjóar eða rignir.
  2. Bannað að fara út þegar það er kalt.
  3. Bannað að fara úr skónum inni í skólanum (sem skýrir væntanlega reglu 1).
  4. Bannað að vera á göngunum án þess að hafa sérstakan passa (hall pass).
  5. Bannað að vera með skólatöskuna sína í matsalnum.
  6. Bannað að vera með skólatöskuna sína í tíma.
  7. Bannað að sækja heimavinnuna sína í skápinn (lockerinn) eftir að tíminn er byrjaður (sjá reglu 3 hér að neðan).
  8. Bannað að fara úr skónum í skólabílnum, jafnvel þó þar sé eitthvað sem stingur mann í tána.

Hérna eru svo dæmi um það sem á/má gera:

  1. Það á að vera í skónum inni.
  2. Það á að mæta í skólann í íþróttaskónum þá daga sem það eru íþróttir (bannað að taka þá með sér og mæta t.d. í kuldaskóm (Evuskóli).
  3. Það á að nota 3 mínúturnar sem eru á milli tíma til að skila bókum í skápinn og sækja bækurnar fyrir næsta tíma (sjá reglu 7 hér að ofan).
  4. Það má vera í úlpum í tíma.
  5. Það má borða nammi, snakk og gos í skólanum (meina, það er selt í matsalnum).
  6. Kennararnir mega gefa nemendunum nammi þegar þeim dettur í hug (oft notað sem verðlaun).
  7. Það má fara til hjúkku og leggja sig ef maður er mjög þreyttur. Hjá hjúkku eru 4 legubekkir og teppi til þessara nota (High School).
  8. Það er bannað að fara út af skólalóðinni, nema maður sé kominn í 12.bekk.

Þetta eru helst þær reglur sem okkur þykja skrítnar. Svo eru margar reglur sem mætti alveg taka upp í íslenskum skólum eins og:

  1. Bannað að nota iPod og gemsa innan skólans.
  2. Bannað að tala í tímum, nema með sérstöku leyfi.
  3. Ekki hægt að komast inn á myspace, msn, eða síður sem tengjast á engan hátt náminu.

Það er mun meiri agi hérna en í íslenskum skólum sem er mjög jákvætt og verður til þess að börnin eru að fá meiri kennslu af því það fer enginn tími í eitthvað vesen.

Í stað jóla- og vorprófa eru próf á 2-3ja vikna fresti sem telja öll til lokaeinkunnar, ásamt öllu heimanámi og virkni í tímum.

Og fullt og fullt. Ég gæti örugglega skrifað heila ritgerð um þetta en læt þetta duga Wink.

Farið vel með ykkur,
Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannast við flestar af þeim reglum sem þú telur upp.  Hér í Dulverton eru þó hvorki skápar né skólabílar.  Ég held það sé bara gott fyrir mann að sjá hvernig er tekið á agamálum hér, það er bara ekki sambærilegt við gamla góða Ísland.  Þetta bara virkar einhvern veginn allt allt öðruvísi.  Af hverju veit ég bara ekki.  Eflaust margir þættir sem spila inn í.

Andrea sagði mér frá því um daginn að ein bekkjarsystir hennar hefði verið staðin að því að baktala skólafélaga sína.  Kennarinn varð alveg snælduvitlaus bara.  Andrea sagðist aldrei hafa séð annað eins og var bara hálf skelkuð.  Ég er viss um að stelpan hugsar sig alla vega tvisvar um áður en hún gerir þetta aftur.  Heima hefði viðkomandi hugsanlega verið skammaður, farið heim og klagað, foreldrarnir farið í vörn, "mitt barn hvað" ... ergo = barnið lærir ekkert af þessu...  Svo er bara umgjörðin önnur.  Hvernig þessir kennarar halda aganum uppi hér veit ég ekki alveg en þeim virðist takast betur upp en heima. 

Bahhhh, ég gæti talað endalaust um þetta!  Var einmitt að ræða svo mikið um þetta við mömmu þegar hún var hér.  Ég skil núna hvað það er mikilvægt að kennarar fari í heimsóknir í skóla erlendis - það er MJÖG mikilvægt!

Annars set ég stopp hér á munnræpuna - góða helgi!

Edda (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Birgitta

Við þurfum að hittast einhvern tímann yfir kaffi (eða öl ) og ræða þessi mál. Ég held reyndar að stór hluti af þessu öllu sé sá að það er borin miklu meiri virðing fyrir kennurum almennt í samfélaginu hérna. Maður heyrir aldrei "bévítans kennarar, alltaf í verkfalli, í endalausu sumarfríi, alltaf vælandi um launin" eða neitt í þeim dúr. Held að íslensk börn læri ekki virðingu fyrir kennurum þegar foreldrarnir tala svona um þá við eldhúsborðið. Og þetta með vörnina og "mitt barn" syndrómið - úff, púff!

Tökum frænkuhitting í haust og kryfjum þessi mál!

B

Birgitta, 1.2.2008 kl. 21:05

3 identicon

Pant að fá skýrsluna sem verður samin eftir frænkuhittinginn - skal lesa hana yfir áður en þið sendið hana í ráðuneytið sem tillögu að bættu skólakerfi á Íslandi, ekki veitir af!!

Marta (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 18:31

4 identicon

Ein spurning - hvað skrifaði ég oft "bara" í þessari færslu?  Vá, ég hef bara aldrei tekið eftir því hvað ég nota þetta orð mikið.

Líst vel á frænkuhitting og fara yfir þessi mál.  Og bara hvaða mál sem er.

Svo er spurning hvort niðurstaðan verði ekki bara "frænkuframboðið".

Edda (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:56

5 identicon

Líst vel á ykkur  ég ætla ekkert að fara að kenna þegar ég klára skólann, heldur bara vera í sveitinni að bera sauði þangað til þetta ástand lagast hérna heima og kennarar verða orðin vel launuð og virt stétt... 

Sigga Þ. (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband