Vegna fjölda áskoranna

ætla ég að henda hérna inn smá færslu um Flórídaferðina sem er rétt rúmlega hálfnuð hjá okkur.

Ástæðan fyrir bloggleysi undanfarinna daga er sú að húsmóðirin gleymdi Löbbunni sinni heima. Ég tók töskuna undir hana, hleðslusnúru og straumbreyti, músina og allt skóladótið en tölvan sjálf varð eftir heima. Gleymdi líka sjampói, kremum og einhverju fleiru - á sjálfa mig, en sem betur fer eru allir aðrir fjölskyldumeðlimir með allt sitt - það er nú fyrir öllu Wink.

Leið1Við lögðum af stað hingað "niðreftir" á föstudegi eftir skóla og ferðin byrjaði ekki vel. Vorum stopp í 2 tíma í ekta amerísku umferðaröngþveiti, beið bara eftir að Undri breyttist í Michael Douglas í Falling Down og færi að gera skandala en þetta hafðist allt á endanum. Það var rétt um það leyti sem við fórum að komast á skrið að ég fattaði að ég hafði gleymt Löbbu minni en þá var auðvitað ekki inni í myndinni að snúa við.
Við keyrðum fram á kvöld og enduðum í Sandston, Virginia.
GoKartStoppuðum þar rétt yfir blánóttina og í morgunverð og héldum svo af stað aftur. Ákváðum reyndar að þetta væri alltof lýjandi og settum því stefnuna á stuðstað þar sem við gátum teygt aðeins úr okkur. Þar gátum við farið í alls konar leiki og GoKart sem var algjör snilld. Leið2Keyrðum svo áfram í suður þar til við komum í Savannah, Georgia þar sem við gistum. Stoppuðum aðeins þar, sulluðum í lauginni næsta morgun og skoluðum af okkur ferðarykið áður en við lögðum í síðasta legginn. Hann var sem betur fer stystur því það voru allir komnir með alveg nóg af því að húka í bíl.
Það var alveg yndislegt að koma hingað í Windsor Hills, Kissimmee, húsið er risastórt og allt til alls hérna. Það eru sérherbergi fyrir alla og allir með sér baðherbergi. Í bílskúrnum er svona game room með billiardborði, þythokkí, rúllettu, fótboltaspili, leikjatölvu og ég veit ekki hverju. Leið3Í garðinum er svo þessi fína sundlaug sem er náttúrulega bara eðal.

Við erum svo búin að vera á spani frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Erum búin að þræða halfan Universal Studios og fara í fullt af tækjum og sýningum þar, fara tvo daga á ströndina, sjá Blue Man Group - sem var geggjað - og framundan er WetnWild, meira GoKart, klára Universal og meiri strönd. Hvenær við ætlum að gera þetta allt á þessum tveim dögum sem við eigum eftir veit ég ekki alveg en það hlýtur að hafast.

Við Undri erum reyndar aðeins farin að kvíða heimferðinni, það var ekki alveg það gáfulegasta í heimi að keyra alla leiðina hingað - heilar 1150 mílur eða 1850km ca. Athugðum m.a.s. hvort það væru ekki lestar sem gætu tekið okkur og bílinn uppeftir aftur en það er víst ekki. Við hljótum að þrauka þetta í sameiningu fjölskyldan, gekk nú alveg lygilega vel á leiðinni hingað. Lentum svo reyndar í því að fá argentínskan prófessor á fleygiferð í afturendann á Bjútí okkar (bíllinn Joyful) en það var alveg 100% honum að kenna því við (eða eiginlega ég því ég var að keyra Halo) vorum grafkyrr á rauðu ljósi þegar þetta gerðist. Hann var svo sorry aumingjans maðurinn að maður gat ekki annað en vorkennt honum, sérstaklega þar sem mig grunar að ástæðan fyrir einbeitingarmissi mannsins hafi verið börnin í aftursætinu. Ekki að mín börn hagi sé nokkurn tíma illa í bíl, eru alltaf eins og ljós Whistling).

Ætla að segja þetta gott í bili, get vonandi klárað ferðasöguna áður en ég held heim til Íslands á sunnudagskvöldið. Einhverjar myndir komnar í Flórídaalbúmið.

Knús og kossar til ykkar frá okkar,
Birgitta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óhætt að segja að lífið hjá ykkur sé ekki leiðinlegt, Birgitta 1850 km það eru líka til flugvélar !!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hulda (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 07:37

2 identicon

Uss, börnin hljóta að sofa alla leiðina heim eftir svona mikið stúss í svona marga daga - bara spurning um að halda bílstjórunum vakandi til skiptis.. kók, kaffi, kók, kók.....

Marta (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:03

3 identicon

Já og eins gott að Gummi keyri bara svo að þú verðir úthvíld, þér verður nefnilega þrælað út í næstu viku í skólanum, fulllllt fulllllllllt af skemmtilegum verkefnum framundan  (Ásamt tilheyrandi bakarísferðum og rauðvínsdrykkju þegar við á)

Marta (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband