4.3.2008 | 00:00
Undramundur og Oprah
Ég er búin að liggja í kasti yfir minni eigin heimsku núna í kvöld.
Málið er að þegar ég fór til Íslands fór ég í heimsókn til hennar Huldu vinkonu (og þáði hjá henni gómsætt salat sem kemur málinu akkúrat ekkert við ). Ég færði henni nokkur slúðurblöð sem ég var búin að lesa.
Svo þegar ég er komin hingað út aftur (eða heim eða eitthvað) þá fæ ég undarlega athugasemd frá henni á MSN. Hún segir mér að hún hafi ekki tekið eftir nafni Undramundar í blaðinu heldur hafi maðurinn hennar (sem les NB yfirleitt ekkert slúðurblöð ) rekið augun í þetta.
Ég kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað hún átti við.
Daginn eftir sendir hún mér þessa mynd (af Opruh), skannaða úr blaðinu, og viti menn - stendur ekki bara nafnið hans Undra míns þarna efst, fyrir ofan Opruh sjálfa, á heilsíðuauglýsingu í ammrísku slúðurblaði . Ég átti barasta ekki orð!
Mér þótti alveg stórmerkilegt að þeir skyldu velja þetta nafn í auglýsinguna, sá fyrir mér að þeir hefðu bara farið í "þjóðskrá" og valið eitthvað nafn af handahófi og svo undarlega hefði viljað til að það væri akkúrat nafnið hans Undra míns - Undur og stórmerki! Svo datt mér reyndar í hug að þetta væri úr People Magazine vegna þess að ég gerðist áskrifandi að því blaði þegar ég flutti hingað út og þurfti að skrá Undra sem áskrifanda (útaf því þeir taka ekki íslensk kreditkort og eitthvað svona vesen). Hélt kannski að þeir hjá People hefðu bara dregið eitthvað ofurkúl nafn úr áskrifendahópnum og smellt í þessa fínu Opruh-auglýsingu.
Maður flækist ekkert í gáfunum sko!
Undra sjálfum fannst þetta ferlega kúl en af allt öðrum ástæðum en mér. Auðvitað er ástæðan fyrir nafninu hans Undra míns á auglýsingunni sú að þeir prenta nafnið á hverjum og einum áskrifanda á þessa síðu, maður fær semsagt blaðið í lúguna með þessari persónulegu spurningu frá Opruh.
Sem er auðvitað líka súperofurkúl en ekki næstum því eins kúl og hitt hefði verið.
Það er samt nokkuð töff að eiga þessa síðu (Hulda mín, þú kannski geymir hana fyrir okkur ).
Birgitta Blondie
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:16 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er einn gufulegasti en jafnframt krúttlegasti misskilningur sem ég hef séð/heyrt lengi!
Edda (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 13:46
Mússímúss.. fer þér vel að vera sona blond endrum og sinnum....
Marta (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:46
Til hamingju með litla orminn!
Edda (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:33
Kveðja frá mér stelpulóra! :)
Hvenær komið þið heim? Kemur þú aftur í hopp áður?
Elísa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.