27.3.2008 | 17:50
Páskar
Steingleymdi alveg að minnast á páskana, enda voru þeir nú ekkert svo eftirminnilegir .
Byrjuðum daginn auðvitað á páskaeggjaleit. Steinunn amma og Magni afi sendu börnunum þessi líka flottu strumpaegg og það var mikill spenningur að komast í góssið.
Var reyndar alveg búin að gleyma hvað svona páskaeggjaleit fylgir mikið drasl, það eru nefnilega allir svo uppteknir við að rótast og tætast í skápum og skúffum að það endar einhvern veginn allt útum allt. En það fylgir víst svo mamman leitaði bara á stöðum sem aðrir voru búnir að leita á og tíndi til í leiðinni.
Þar sem pabbinn "gleymdi" að kaupa páskaegg handa fullorðna fólkinu fékk hann bara eitt pínkulítið NóaSíríus-egg en var svo sætur að kaupa stærra Ammríkuegg handa mömmunni. En svo var Karan mín svo hrikalega sæt að gefa mér eitt af sínum 3 Alvöru eggjum svo deginum var bjargað og ég tók gleði mína á ný .
Við Eva Dröfn bökuðum svo eftirmatinn, henni þykir skemmtilegast að brjóta eggin, fyrir utan auðvitað að sleikja deigið . Kakan mishepnaðist eitthvað hjá okkur, þeytt egg í mínum bókum eru egg sem eru þeytt í þeytara en þegar við skoðuðum leiðbeiningarnar betur þá þýðir þetta víst bara hrærð egg. Við höldum að kakan hafi þess vegna verið þunn og crispie en ekki þykk og flöffí. Hún var samt góð á bragðið og það er það sem máli skiptir ekki satt?
Fengum dýrindis lambalæri sent frá Döbbu ömmu og Árna afa, alveg einstaklega ljúffengt og gott .
Svo spiluðum við frammá kvöld.
Þetta voru svo sannarlega páskaveisla í boði amma og afa - takk fyrir okkur .
Slatti af nýjum myndum í færslunni hér að neðan og í Mars-albúminu.
Birgitta og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég segi nú bara - hvar væri maður ef ekki væri fyrir allar ömmur og afa? Ómissandi fólk alveg hreint!
Farið að vora hér aftur líka, sem betur fer. Vorinu fylgir samt rok og rigning , svo það viðrar vel til próflesturs .
Edda (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.