2.4.2008 | 12:43
Ævintýri í morgunsárið
Allar þessar litlu tilviljanir...
Við Eva Dröfn erum svoooo þakklátar fyrir að það var þrumuveður í gær!
Ef það hefði ekki verið þrumuveður í gærkvöldi þá hefði væntanlega ekki verið svona hrikalega heitt og rakt fyrr um daginn.
Og ef það hefði ekki verið svona hrikalega heitt og rakt í gær þá hefði ég ekki skilið eldhússgluggann eftir opinn.
Og ef ég hefði ekki skilið eldhússgluggann eftir opinn væri ég núna læst úti, lyklalaus og engir lyklar í umferð nema inni í harðlæstu húsinu .
Við uppgötvuðum nefnilega að við vorum læstar úti sem við vorum að leggja af stað í skólabílinn. Við hlupum til nágrannans og fengum lánuð skrúfjárn. Það var ekki séns að komast inn um útidyrnar (sem betur fer kannski) en þá mundi ég eftir eldhússglugganum !.
Við þurftum reyndar að kroppa flugnanetsgrindina frá með skrúfjárninu, og líklega er hún ónýt, og svo tókst mér að lyfta Evu Dröfn upp í gluggann og hún prílaði inn og ofaní eldhússvask.
Og við komumst inn - guð hvað ég er fegin!!
Misstum reyndar af skólabílnum en það er nú minnsta málið.
Þetta var drama dagsins í boði Birgittu og Evu Drafnar .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
vá, læstur úti í Ameríku, hljómar ekki vel :S
Marta (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:00
Stóð Kara þá bara hjá, ölvuð eftir maltdrykkjuna?
Vá hvað það gerist alltaf mikið drama hjá ykkur!
Edda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:45
Karan var reyndar farin í skólann, sem og Árni. Og Undrinn á Íslandi með "hina" lyklana - get sko alveg viðurkennt að ég sagði "sjitt" nokkuð oft þarna á tímabili
Birgitta, 2.4.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.