Karan okkar

Úff, nú er síðasti dagurinn sem Karan okkar er 14 ára. Á morgun þegar hún vaknar verður hún orðin 15 W00t.

15 ára!

Get sko alveg dottið örfá ár aftur í tímann og munað hvernig það var að vera 15 (er nefnilega bara 16 eða kannski svona 18 ennþá inni við beinið þó svo að grá hár og hrukkur í speglinum reyni að telja mér trú um annað).

Þar sem það er ekkert gaman að eiga 15 ára afmæli á sunnudegi hefur eiginlega verið hálfgert afmæli í dag. Af því hún var á leiðinni út í kvöld ákváðum við að hún fengi bara gjafirnar í dag.

Frá Döbbu ömmu og Árna afa fékk hún... töskuna sem hana langaði mest af öllu í heiminum að eignast (eða eins og það heitir á 14/15 ára máli "Ég bara VERÐ að eignast þessa tösku!!"
Hérna er hún að opna pakkann og svei mér ef hún táraðist ekki bara þegar hún sá innihaldið...

glöð með gjöfinagleði of mikil gleði

Frá Steinunni ömmu og Magna afa fékk hún pening. Það er annað sem "hún bara VARÐ að eignast" vegna þess að hún átti "ENGIN föt" og sérstaklega "EKKERT að fara í á afmælinu sínu.
Ég renndi því með hana í Pretty Girl og Charade og hún keypti sér þessi fínu föt fyrir peningana frá Steinunni og Magna:

KaraÞegar maður er 14 (aaaalveg að verða 15) er ekkert gaman að halda afmælisveislu heima hjá sér. Ekkert kökuboð, blöðrur og stoppdans í boði ónei. Hún er því núna með nokkrum vinum sínum á Fridays að fagna. Svo er búið að bjóða í stelpupartý hjá einni vinkonunni þannig að hún fær bara gamaldags kökupartý á morgun, þegar hún Á afmæli Kissing.

Hún fékk líka aur frá okkur foreldrunum (öllum 3 Wink) og systkinunum, aur sem hún ætlar að nota til að kaupa sér eitthvað fallegt í mollinu, set inn myndir af því þegar það er komið í hús.

 

 

Hérna er hún svo, á leiðinni útúr dyrunum "litla barnið okkar" Sideways:

Kara1

Birgitta og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Kara!  Ég skil vel hversu nauðsynlegt það er að eiga svona handtösku.  Og ég er viss um að þú Birgitta hefur skilið það líka .  Og jafnvel betur en ég.

Edda (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 08:01

2 identicon

Til hamingju með Köru ykkar um daginn

Anna Barbara (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband