Komin heim í heiðardalinn

Þá erum við komin heim í "kotið" okkar.
Mamman var í ofurgír í gærkvöldi og reif uppúr öllum töskum þannig að nú er bara afslöppun og rólegheit framundan alla helgina.

Ferðin var æðisleg í alla staði, það eina slæma var hvað hún leið hrikalega hratt, við trúðum því varla að heil vika hefði liðið svona fljótt.

Ísland tók á móti okkur DSC03310með morgunljósadýrð, alveg yndislegt að koma heim í fríska loftið og meira að segja allt þetta gráa var svoldið yndislegt Wink.
Strax eftir flugþreytulúrinn fóru börnin á stúfana - Árni Reynir til Garðars Árna og Eva Dröfn til Andreu Rutar - og ég sá þau varla meira þann dag. Voðalega gaman að því að Eva og Andrea næðu að hittast þarna í nokkra tíma. Þær prófuðu að tala saman ensku og þótti það frekar skondið - önnur með breskuna og hin með amerískuna. Svo báru þær saman skólana sína og það var greinilega margt ólíkt.

DSC03356Á laugardeginum fórum við í Grindavíkina í kræklingatínslu. Eva Dröfn kaus reyndar frekar að skottast með Úlfhildi svo við fórum bara fjögur - amman og afinn og mamman og Árni Reynir. Árni er mjög efnilegur í kræklingatínslu, var kominn á kaf með afa sínum og fannst mjög gaman. DSC03369Það tíndust nógu margir kræklingar í góðan forrétt og meira til. Svo fann Árni fullt af skrítnum og skemmtilegum sjávardýrum sem fengu að fljóta með í bæinn - krossfiskar, sæbjúga, sniglar og alls konar ormar og fleiri (ógeðs)dýr sem enduðu í dalli úti á palli í H29.DSC03378 Árni Reynir fékk svo að keyra afabíl alla leið út að vegi og tókst það með sóma.

Seinni partinn bættist svo í fjölskylduna á H29 þegar Helena systir kom frá Danmörku. Það var því þröngt á þingi í ömmu og afa húsi en þröngt mega sáttir sitja (og liggja) og það gekk auðvitað eins og í sögu.

Góðum degi lauk svo á kræklingaveislu og Singstar - hvað getur verið betra en það? Reyndar var Guðmundur orðinn fárveikur þá og var fjarri góðu gamni en við hin sungum svo íðilfagurt fyrir hann að hann sofnaði eins og engill Tounge.

Sunnudaginn tókum við snemma, geystumst í Bláfjöll mínus Gummi og plús Úlfhildur, og renndum okkur þar nokkrar ferðir. Gæti trúað að þetta hafi verið síðasti skíðafæri dagurinn því færið var frekar slappt og blautt.

Mánudaginn fóru bæði börnin í skólann! Þau voru búin að fá leyfi til að heimsækja bekkina sína og fengu að vera með í kennslustundum heilan dag. Þetta fannst þeim algjört æði. Rosalega gaman að hitta alla vinina og flesta kennarana og fara í frímínútur og allan pakkann. Það var svo gaman að þegar þeim var boðið að koma aftur þriðjudag og miðvikudag þáðu þau það með þökkum Smile. Ekki oft sem þessir ormar eru hoppandi af gleði yfir að fá að fara í skólann.

Meðan þau voru í skólanum var mamman að berjast við ógeðsprófið ógurlega. Það var heimapróf sem tók 2 og 1/2 dag að berja saman og ég er enn ekki viss um að ég hafi verið að gera rétt (það er aftur efni í tuðbloggfærslu á öðrum vettvangi). Ef ég hefði ekki haft lærdómspartner númeró únó mér til halds og trausts væri ég örugglega farin yfirum. "Árangurinn" kemur væntanlega í ljós síðar í sömu sögu.

Miðvikudaginn fengu börnin bæði gistiboð hjá betri helmingunum svo ég skellti mér bara í langþráðan saumaklúbb um kvöldið. Alltaf jafn gaman að blaðra og hlæja í góðra vina hóp. Mjög við hæfi að enda veturinn á þennan hátt.

Sumardaginn fyrsta fórum við í hádegismat á Vox í boði Steinunnar ömmu og Magna afa. Það var DSC03406mikið gaman og gott og yndislegt að hitta fjölskylduna, verst að Imma hafi ekki getað komið. Undra fannst nokkuð skondið að litla barnið hans er orðið stærra en stóra systir hans en svona gengur þetta Wink. Maturinn á Vox er alltaf jafn ljúffengur, Eva Dröfn sveif um á bleiku þegar hún kom auga á súkkulaðigosbrunninn á eftirréttahlaðborðinu - ótrúlegt hvað henni tókst oft að reka alla hendina undir hann "alveg óvart" Sideways.

Sumardaginn enduðum við börnin svo í heimsókn hjá Mörtu og hennar börnum. DSC03408Fengum dýrindisveislumat, lékum og kjöftuðum langt fram á kvöld. Árni Reynir er nú ekki frá því að hann myndi vilja eiga einn svona lítinn skemmtilegan bróður eins og Rökkva, hann verður samt að sætta sig við að fá Rökkva bara lánaðan öðru hvoru Kissing.
Eva Dröfn fór í fyrsta píanótímann sinn og fannst alveg "æðislegt mamma!". Hún er búin að æfa sig oft oft oft á dag síðan þá og hlakkar til að fara í næsta tíma þegar við verðum komin með varanlegt þak yfir höfuðið á Íslandinu.

Það er frekar mikill munur að koma svo hingað á Krossgötuna þar sem börnin fara varla útúr húsi, sérstaklega þegar þau eru varla búin að sjást síðustu vikuna - búin að vera úti að leika sér nánast stanslaust frá morgni til kvölds. Hlutirnir eru bara ekki þannig hérna og þannig er það bara.

Það var nú ósköp gott að koma hingað í gærkvöldi, allt dótið okkar og draslið, rúmin okkar og allt hitt sem gerir hús að "heima".
Ótrúlegt að sjá muninn á hverfinu okkar eftir eina viku:
DSC03410VerandarsýnMyndin til vinstri er reyndar tekin fyrir 2 vikum en þið sjáið kannski hvað ég á við? Það er allt GRÆNT og það sem er ekki GRÆNT er BLEIKT eða GULT eða HVÍTT. Ótrúleg vorlitadýrð hérna, alveg meiriháttar.

Framundan hjá okkur er bara lærdómur og skóli og "venjulega" lífið aftur. Svoldið skrítið en líka svoldið gott. Við eigum bara 9 vikur eftir hérna á Krossgötunni og ætlum að reyna að nýta þær til hins ítrasta. Það styttist í að við getum farið að kíkja á ströndina um helgar og svo eru margir garðar og skemmtisvæði hérna í kring sem verður gaman að kíkja á.
Marta mín og Óli hennar eru á leiðinni í byrjun maí. Við Marta ætlum að skvísast aðeins á Manhattan meðan við leggjum lokahönd á enn eina ritgerðarsnilldina Tounge, kíkja örlítið í búðir og dekur og brunch og eitthvað skemmtilegt.

Svo fer bara að líða að því að við þurfum að byrja að pakka okkur niður í kassa og senda af stað til Íslands en það er síðari tíma vandamál Whistling.

Ætla að láta þessari romsu minni lokið, það eru fleiri myndir í Vorfrísalbúminu.

Knús og kram á ykkur öll, frábært að fá að hitta ykkur og knúsa ykkur í eigin persónu.

Birgitta og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kallar maður sko almennilega færslu!  Virkilega gaman að lesa hvernig dagarnir liðu hjá ykkur á Íslandinu  Hlakka til að lesa "ógeðsprófssöguna"!

Edda (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 16:40

2 identicon

Já, Rökkvi væri líka alveg til í að eiga svona Árnastórabróður, þvílíkur lúxus maður!

Frábært að hitta ykkur

Marta (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:13

3 identicon

Skrítið hvað húsið er allt í einu tómt og hljótt, við búin að pakka saman rúmum og dýnum, búið að þrífa og þá fórum við bara í að gjörbreyta stofunni ??? vantar eitthvað.  Svo sjáumst við bara eftir smá.

M og P

Afi og amma í Hraunbænum (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 01:36

4 identicon

Hæ hæ Birgitta mín

Gaman að lesa hvað Íslandsferðin var góð hjá ykkur. Við áttum einmitt svona 2 vikur á Íslandi um páskana. Og það var eins hjá okkar krökkum að skólinn var hápunktur ferðarinnar haha. Það er ótrúlegt að Ameríkudvölin ykkar sé að verða búin en þið eruð greinilega að verða tilbúin í Ísland aftur sem er frábært. Þá allavega hitti ég þig þegar ég kem í smá stopp á klakann í framtíðinni. Hafið það gott síðustu vikurnar ykkar...sjáumst
María

Maria Rebekka (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 09:35

5 identicon

Jæja, jæja, þið komuð heim, húsmóðirin keypti frið... og hvað svo?

Edda (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband