Matarboð í gær

DSC03418Svosem ekkert merkilegt við það. Nema við vorum hjá Judith og Monte sem komu hingað síðasta vetur, þessi sem áttu strákinn sem hljóp öskrandi hérna um allt hús heila kvöldstund Wink.
Hann var sko ekki búinn að gleyma skemmtilegu krökkunum sem nenntu að hlaupa gargandi með honum í nokkra klukkutíma og beið spenntur eftir komu okkar.
Börnin tóku svo til við að hlaupa og garga og öskra og æpa um allt hús næstu 5 tímana. Sem betur fer er húsið mjög stórt með risa kjallara og háalofti og alles svo við foreldrarnir gátum spjallað og snætt og spjallað án teljandi truflana.
Nema þegar eitthvert okkar þurfti að breyta sér í skrímslið sem átti að elta þau svo þau gætu hlaupið argandi um allt hús. Sem betur fer voru þau nokkuð sanngjörn svo það hlutverkið dreifðist jafnt á alla foreldra (nema Gumma, hann var ekki nógu ógurlegur að sögn litla mannsins sem öllu stjórnaði).

DSC03423Kjallarinn er algjör ævintýraheimur. Monte er listamaður og málar og teiknar mjög sérstakar myndir. Þessi mynd er t.d. tekin inni í einu herberginu í kjallaranum. Hinir veggirnir í herberginu eru ekki fullkláraðir en munu verða í þessum dúr.

Virkilega skemmtilegar og öðru vísi myndir, við fengum eina í kveðjugjöf sem þið fáið að sjá hjá okkur síðar í sömu sögu.

Ég ætla að halda áfram krufninu minni á Sjón og Þorgrími Þráinssyni Wink. Reyni að vera duglegri að setja inn fréttir - um leið og þær gerast!

Knús á alla,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ takk fyrir mig .  Þetta dugar í bili

Edda (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:49

2 identicon

Það hlýtur að vera alveg það skemmtilegasta sem krakkar gera að fá að hlaupa gargandi um risa stórt hús og enginn að skammast og sussa á mann.

Stórt knús í ykkar hús.  Amma.

Dröfn (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband