7.5.2008 | 21:33
Úti í blíðunni
Algjör bongóblíða búin að vera hérna alla vikuna. Tókst loksins að lokka börnin með mér út í göngutúr í gær og svo á teppi í garðinn í dag. Skil ekki alveg af hverju það er svona mikið meira spennandi að fara út ef maður fær teppi með sér - en einhverra hluta vegna er það málið.
Reyndar hundleiðinlegt að þegar krakkarnir koma úr skólanum þá er sólin farin úr bakgarðinum. Þau þurftu því að vera fyrir framan hús. Það mætti alveg setja grindverk eða limgerði eða eitthvað til að loka garðinn frá götunni en það bíður væntanlega næstu eigenda hússins.
Árni vildi endilega taka tölvuspilið með sér út en sökum sólar var erfitt að sjá á skjáinn. Hann fann útúr því en hefði svosem alveg eins getað verið inni .
Getur einhver sagt mér hvaða fuglategund þetta er? Sá hann á vappinu í garðinum og datt fyrst í hug að storkurinn væri kominn, hefði nú fengið svoldið mikið sjokk ef hann hefði komið færandi... goggi.
Allar myndir sem ég finn af storkum eru samt ekkert líkar þessum svo þetta hlýtur að vera eitthvað annað - anyone?
Annars er ég föst inni yfir bókmenntum allan liðlangan daginn, verð nú að segja að ég hlakka til að geta snúið mér að einhverju öðru, einhverju sem ég vel mér alveg sjálf og þarf ekki að kryfja í öreindir .
Knús í öll kot,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hegri? Annars er ég lítið í fuglunum...
Edda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:29
*knock knock* - er bara enginn heima á þessum bloggum? Ég veit að engar fréttir eru góðar fréttir en þetta eru orðnar svolítið margar "engar fréttir". Áttu ekki eitthvað handa mér? Fleiri fugla? Hvernig er veðrið? Nágrannarnir? Börnin?
Edda (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.