16.5.2008 | 13:54
Danssýningin
Eins og þið vitið tók Eva Dröfn þátt í lokasýningu dansskólans síns síðustu helgi. Hún sýndi með hópnum sínum bæði laugardag og sunnudag.
Við fjölskyldan fórum að sjá hana á frumsýningardeginum og mikið ofsalega var þetta frábært, æðislegt og meiriháttar. Vildi bara óska að ég hefði mátt vera með vídeóvélina eða myndavélina. Ég pantaði samt myndbandsupptöku af sýningunni þannig að þeir sem vilja geta komið í heimsókn og fengið að kíkja .
Ég mátti samt vera með myndavélina á general prufunni svo að þið getið aðeins fengið að sjá hvað þær voru flottar. Eva Dröfn er lengst til hægri, hún er elst í hópnum þó hann eigi að vera fyrir 9 - 12 ára, hinar eru held ég allar árinu yngri en hún. Í hópunum sem tóku þátt í sömu sýningu og Evu hópur voru allir á aldrinum 6-12 ára, yngri krakkarnir voru fyrr um morguninn og eldri um kvöldið. Ég er ekki frá því að hennar hópur hafi verið flottastur, þær brostu allar svo fallega og voru með sporin sín á hreinu en það er örugglega 50% mömmumontrassinn sem talar þar . Þetta var alla vega geggjað.
Ég er svo stolt af henni að taka þátt í einhverju svona, það er sko meira en að segja það að fara upp á svið fyrir framan nokkur hundruð manns og dansa svona - guð veit að ég er ekki á leiðinni að gera það í bráð.
Það eru nokkrar fleiri myndir í Maí-albúminu ef ykkur langar að kíkja.
Ég blogga meira seinna, þetta er nóg í bili .
Knús,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég tek þetta blogg bara beint til mín, thank you very much! Sé að Marta er vant við látin. Var einmitt búin að skoða myndirnar í albúminu, ótrúlega flott hjá stelpunni!
Eigið góða helgi - sjáumst!
Edda (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.