19.5.2008 | 14:04
All American Day
Í gær héldum við af stað snemma morguns niður á Manhattan. Þar hittum við Jim sem vinnur hjá Leikhússmógúlnum og Stephanie konuna hans í Battery Park þar sem við fórum um borð í ferju sem siglir út að Frelsisstyttunni og á Ellis Island.
Þetta er örstutt sigling - ca 25 mín - og ofsalega gaman að horfa yfir til Manhattan frá ferjunni. Veðrið hefði nú alveg getað verið betra við okkur, það var mjög þungbúið framan af og fór svo að hellirigna. Við sluppum samt við mestu dembuna, náðum að skoða styttuna frægu í þurru.
Við sigldum svo áfram með ferjunni að Ellis Island og fórum í innflytjendasafnið þar. Það var mjög magnað að standa þarna inni í salnum þar sem innflytjendurnir þurftu að fara gegnum alls kyns skoðanir og vottanir til þess að fá að komast inn í fyrirheitna landið. Krakkarnir eru öll búin að læra heilmikið um þetta í enskutímunum sínum (fyrir útlendinga) og gátu frætt okkur Undra um ýmislegt.
Svo gaman að því að í þessum enskutímum er gert svo miklu meira en að fara í tungumálið. Góður tími fer líka í að siði og venjur og menninguna hérna í Ameríku. Þau hafa fengið umfjöllun um alla hátíðisdagana sem hafa verið þetta skólaár, hvers vegna þeir eru haldnir hátíðlegir og hvaða venjur og siðir tengjast þeim. Kennarinn hennar Evu Drafnar kom t.d. með pumpkin pie fyrir Halloween og eitthvað annað fyrir Thanks giving (man ekkert hvað það var ) o.s.frv.
En þetta var smá útúrdúr. Við sigldum sem sagt þarna um og skoðuðum og fengum ameríska historíu beint í æð. Mjög gaman að sjá þetta stóra kennileiti, Frelsisstyttuna, svona up close and personal. Síðast þegar ég sá hana var í skrímslamyndinni Cloverfield þar sem hausinn á henni kom rúllandi inn í miðja Manhattan. Hlógum einmitt að því hvað það er skondið að allar geimverur og öll stóru skrímslin lenda alltaf í þessari borg - ég er dauðfegin að þau eru ekkert í að rústa Reykjavík .
Við enduðum svo ferðina á Fridays - gerist varla amerískara - þar sem við gúffuðum í okkur gúmmelaði með öllu. Á matseðlinum þeirra er búið að setja kaloríufjölda við hverja máltíð . Það eykur nú ekki beint á matarlistina að sjá að rétturinn sem maður hafði hugsað sér að panta inniheldur 1500 kaloríur - ónei! Stephanie hélt að það væri komið í lög að setja kaloríufjöldann á alla matseðla - verð nú að segja að það tekur aðeins fönnið úr því að fara út að borða . Enda endaði maður á að fá sér 390 kaloría pasta og 600 kaloría eftirétt .
Við ormarnir skutluðum svo Ferðalanginum á flugvöllinn, hann var að fara í 'vinnuna' til Íslands og kemur aftur hingað á fimmtudag.
Svona að lokum - ég er búin að sjá að ég verð að kynna ykkur stuðningsliðið mitt almennilega, held barasta að ég bjóði ykkur í kaffi í haust svo þið getið nú spjallað um mig augliti til auglitis .
Fleiri myndir í þessu albúmi.
Knús og kram,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Oh, ég vildi einmitt að það væri bara svona teljari á mér. Eftir x kaloríur byrjuðu svona viðvörunarbjöllur að virka og dimm rödd segði: "nú er komið nóg hjá þér góða mín". En ég skil að þetta sé ákveðinn "mood-braker" þegar maður er að gera sér glaðan dag. Café Nero gerir þetta hér, maður getur skoðað kaloríur á öllu sem maður borðar. Og það eru actually kaloríurnar í skammtinum, ekki eitthvað svona sem maður þarf að reikna sveittur!
Líst vel á stuðningsmannakaffi. Ef fólk er duglegt að kvitta, fær það þá að koma líka?
Edda (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:35
Vá eldgamalt blogg sem ég var ekki búin að sjá - er í svo miklu sjokki að ég get varla reiknað dæmið í ruslpóstvörninni
Líst líka vel á stuðningsmannakaffi, þá getið þið kannski útskýrt fyrir mér í leiðinni hvað þetta "kaloríur" er - aldrei heyrt þetta orð áður :P
Marta (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.