Tívolí og fleira

DSC03498Fyrir 2 vikum síðan var tívolí í Ashford Park (hérna úti á horni) til styrktar slökkviliðinu hérna í bænum. Ég fór með Evu Dröfn og Lísu vinkonu hennar og það var vægast sagt dúndurfjör! DSC03499

Árni hafði ekki áhuga á að koma með, hann hefur ekkert gaman af svona tækjum - ætli hann hafi ekki vantað ömmuna og afann í H29 Wink. Hann var reyndar ekkert að hanga á meðan heldur að leika við Chris vin sinn, inni og úti.

DSC03539DSC03495Þeir hafa sama áhugann á Star Wars og náðu virkilega vel saman. Komst að því að hann Árni minn hefur aðeins verið að halda vinunum í vissri fjarlægð, svo það verði ekki of erfitt að kveðja þá þegar við förum. Það þýðir samt ekkert að hugsa þannig, enda sá hann það fljótt að það er mikið skemmtilegra að hafa einhvern að leika við Smile. DSC03585
Deginum í dag var svo eytt í að eyða tíma. Það var opið hús hérna að Krossgötu 11 svo við þurftum að forða okkur eitthvað út. Við fundum fínan garð hérna nokkru norðar þar sem strákarnir flugu flugvél og við stelpurnar lágum í sólbaði.
Þegar við fengum nóg af því brunuðum við niður á Manhattan og kíktum í FAO Schwartz. Hún var nú ekki eins geðveik og ég átti von á - nema risapíanóið, það var alveg magnað. Enda er það komið efst á óskalista Evu Drafnar (kostar ekki nema 250.000.... Dollara! Shocking).

 

DSC03587Mest lítið að frétta héðan, held ég byrji bara í niðurpökkun í næstu viku. Ætla samt að reyna að draga það sem lengst svo krakkarnir verði ekki bara í því að bíða eftir heimferðinni.

Ætla að reyna að hlaða inn myndbandi af vortónleikum Concord Road Elementary School þar sem Eva Dröfn söng með hinum 4ðu bekkingunum. Er svoooo stolt af því að hún fór í áheyrnarprufu fyrir einsöngsatriði - sem hún fékk reyndar ekki en bara að fara í prufuna er sko afrek í mínum bókum!

Knús og kram,

Birgitta og co.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf sama stuðið hjá ykkur í Amríkunni, þetta hefur verið sannkallað ævintýra ár hjá ykkur.  Njótið síðustu dagana og gangi ykkur vel í flutningunum.

 Kveðjur frá Göteborg 

Þóra Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 16:09

2 identicon

Rosalega er langt síðan ég hef lesið bloggið þitt, held ég sé komin með smá tölvufóbíu eftir rosa törn í vinnunni, límd við tölvuna allan daginn.

Frábært að lesa allt sem þú skrifar um hvað þið eruð dugleg að gera eitthvað skemmtilegt og búa til góðar minningar.

Söknum ykkar rosalega en nú fer þetta að styttast  :-)  

kossar og knús til ykkar allra.  

Mamma (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband