Ekkert að frétta

af okkur á Krossgötunni.

Ég er aðeins farin að moka útúr skápum og henda í kassa, ekkert alvarlegt þó. Nenni varla að byrja á fullu alveg strax og búa svo innan um pappakassa í 3-4 vikur.

Allir hressir, nóg að gera í skólunum hjá krökkunum. Kara er komin með próftöflu því hún tekur lokapróf í nokkrum fögum, líklega þó bara 2.
Árni er að klára ýmiss verkefni sem á að skila fyrir skólalok.
Lítil breyting hjá Evu Dröfn, bara mikið fjör og gaman.

Ég er komin með allar einkunnir, er virkilega ánægð með þær - 8.5, 9, 9.5 og 9.5 - bara nokkuð flott hjá gömlunni held ég Joyful.

Og já, ég er komin í sama gírinn og krakkarnir, farin að telja niður dagana í brottflutning Whistling, ætti að vera teljari hérna til hliðar.

Knús og kram,
Birgitta og co

Ps. Bestu þakkir kæru tengdaforeldrar fyrir myndirnar, þótti nú myndirnar af ykkur tveimur langskemmtilegastar, þið eruð algjört æði Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Birgitta

Maria Rebekka (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:52

2 identicon

Alveg frábærar einkunnir elsku Birgitta, þú ert algjör snillikngur.

M

Mamma (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:14

3 identicon

Til hamingju darling þú ert ekkert smá klár.

Hulda (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband