3.6.2008 | 14:04
Afmælisstrákur
Þessi strákalingur vaknaði við afmælissöng í morgun. Hann var örlítið vankaður enda ekki á hverjum degi sem maður nær þeim áfanga að verða 12 ára gamall .
Þegar hann kom niður beið hans alvöru amerísk morgunverðarveisla - skrömbluð egg, beikon, pönnukökur og nýkreistur ávaxtasafi. Hann varð nú ekki leiður yfir því matmaðurinn minn mikli.
Hann ákvað að kíkja örlítið á pakka áður en hann fór í skólann, náði að opna fjögur stykki.
Fyrstur var pakkinn frá besta vininum. Hann geymdi hvorki meira né minna en aur ooooog fullt af nammi. Og ekki bara eitthvert nammi heldur lakkrís! Eitthvað sem er nánast ófáanlegt hérna - það sem þeir kalla lakkrís hérna úti er bara eitthvað ógeð. Ekki hægt annað en að gleðjast yfir því . Það fyrsta sem hann gerði var að fara með lakkrísinn eitthvert upp og fela hann fyrir pabba sínum - lakkrís á það nefnilega til að hverfa eins og dögg fyrir sólu ef Undri er nálægt.
Hann opnaði svo pakkana frá systrum sínum. Þær gáfu honum tölvuleiki og bækur, eitthvað sem vakti mikla lukku. Síðasti pakkinn sem hann náði svo fyrir skólabrottför var dularfullur pakki frá leynivininum hans. Í honum var þessi ofursúpermegakúl derhúfa. Hann reyndi að hafa hana undir hjálminum á leiðinni í skólann en það gekk ekki svo hún fór bara í töskuna.
Þegar hann kemur heim ætlar hann svo að opna restina af pökkunum og við ætlum út að borða á uppáhaldsveitingastaðinn hans Thai House hérna í Ardsley.
Knús til allra og þakkir fyrir allar gjafirnar.
Kveðja,
Birgitta og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með þennan flotta strák, spes kveðjur frá Aðdáanda númer eitt; Rökkva Sigurði.
Marta (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:32
Búin að skilja eftir slóð af kveðjum, Árni Reynir. Geturðu rakið slóðina?
Til hamingju með daginn!
Edda (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:53
Til lukku með strákinn.
Hulda (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:22
Til hamingju með drenginn
Maria Rebekka (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.