Afmælisstelpa - með viðbót

Þessi litla prinsessa er orðin 10 ára! Hún benti mér svo skemmtilega á það um daginn að bráðum ætti ég engin börn með "one digit age" (já, málið er orðið svoldið enskuskotið).

Hún fékk auðvitað veislubreakfast eins og bróðirinn og var að vonum alsæl með hann. Svo réðist hún á pakka hrúguna og my oh my hvað það var gaman Smile.Pakkaflóð

Hvað ætli þetta sé???

Planið í dag er að við mæðgurnar förum í bæinn - stóra bæinn. Þetta á að koma á óvart, litla skottan veit ekkert af þessu Wink.
Í bænum ætlum við að fá okkur lunch saman og svo förum við að sjá Hairspray. Hvur veit nema við rekum nefið inn í svosem eins og eina búð eða tvær - svona girl thing Kissing. Ég set inn bæjarferðasöguna í kvöld - vonandi.

DSC03748Bæjarferðin heppnaðist svona líka rosalega vel. Við tókum lestina saman bara tvær, fórum í Toys R Us, Build a Bear, Gap og einhverjar fleiri búðir. Hitinn var ógurlegur - 35° hiti eða meira - en við létum okkur hafa það að rölta um allt. Reyndar orðnar ansi sveittar og ruskulegar þegar við loksins komum í leikhúsið og þar sem Hairspray sögnleikurinn var sýndur. DSC03755Söngleikurinn var alveg meiriháttar, rosalega skemmtileg tónlist og mikið fjör. Afmælisdagurinn endaði svo á Fridays í góðu stuði. Afmælisbarnið var alsælt með frábæran dag.
DSC03777

 

 

 

(Afmælisveislunni hans Árna Reynis er lýst hérna að neðan, það er svo mikið að gerast að bloggin bara hrúgast inn).

Knús,
Birgitta og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn elsku frænka!  Vonandi hafið þið mæðgur dekrað við ykkur.

Bestu kveðjur frá Londres,

Edda og co.

Edda (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 18:19

2 identicon

Til hamingju með skellibjölluna, góða skemmtun i dag.

Kv Hulda 

Hulda (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:28

3 identicon

Til hamingju með prinsessuna, hún er sætust! Svo er ég búin að skoða myndirnar og styð þá hugmynd að það verði hvíldardagur hjá þér á morgun, sérstaklega þar sem veislan í dag verður líklega ekki síðri en sú á föstudaginn!!

styttist í hitting.. jibbý!

Marta (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband