Annar í afmæli

Ég sit hérna núna svo gjörsamlega búin á því að ég hef bara sjaldan vitað annað eins.

Hér var að ljúka "The best party of the year - so far" Grin.

DSC03681Hérna komu 12 stykki stráklingar á aldrinum 11 - 12 ára og herre gud ég hef sjaldan vitað annað eins. Lætin byrjuðu bara um leið og þeir gengu inn um dyrnar! Voru varla búnir að henda af sér skólatöskunum þegar allt fór á full swing.
DSC03682Mér tókst að fá þá til að setjast til borðs og rífa í sig smá mat. Þeir voru nú ekki eins hrifnir af do it yourself kökunum mínum eins og krakkarnir á Íslandi, voru meira í að borða bara skrautið og kremin sér og kökurnar þurrar en ístertan frá Carvel vakti lukku sem og íslenska nammið sem var á boðstólnum.

Þegar þeir nenntu ekki átinu lengur (svona 5 mín seinna) þá ruku þeir allir út í VATNSBYSSUSTRÍÐ!!!
DSC03691DSC03694DSC03698

 Þeir höfðu aldrei prófað þetta áður og þetta féll sko alveg akkúrat í kramið. Það ómaði allt hérna í hrópum og köllum og hlátrasköllum og öskrum og gleðilátum. Í þessu entust þér í hátt í 2 tíma - ótrúlegt en satt! - en þá fengu þeir líka alveg nóg og enduðu partýið í bíó í stofunni. Svo eins og vill verða þá voru nokkrar eftirlegukindur sem fóru klukkutíma of seint en það er bara gaman.DSC03700 

Núna klukkutíma eftir að síðustu gestir fóru er ég að verða búin að koma húsinu aftur í eðlilegt horf. Reyndar eru hérna nokkrir blautir sokkar, einn stuttermabolur í óskilum og handklæði en því verður skilað í skólann á mánudaginn.

Fleiri myndir í Júníalbúminu.

Á morgun koma svo fréttir af næsta afmælisdegi og svo er annar í því afmæli á sunnudaginn.

(og ég ætlaði að byrja að pakka á mánudaginn, getur bara vel verið að ég taki hann í að hlaða batteríin).

Knús,
B og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband