8.6.2008 | 22:48
Annar í afmæli - 2
Og þá er það annar í afmæli hjá 'litlu' skottunni minni. Ég hef varla undan að blogga þessa afmælishelgi. Það verðu að segjast að það eru bæði kostir og gallar við að hafa svona stutt á milli afmæla - veislunum fjölgar og fjörið eykst með hverju árinu .
Hersingin mætti klukkan 14. Þrátt fyrir 36° hita vildu þær fara út að leika meðan þær biðu eftir að allar væru komnar og það var sko guðvelkomið.
Þegar allar voru komnar hrúguðum við þeim inn í stofu, á gólfið. Þar fengu þær að búa til og hanna sína eigin stuttermaboli. Við Eva Dröfn vorum búnar að kaupa málningu, penna og alls konar gerðir af bótum til að strauja á bolina og þetta var hrikalega gaman hjá þeim.
Eftir matarveislu var svo farið í alls konar leiki - Dance Revolution, epladans, út að leika svo eitthvað sé nefnt. Smá stelpnadrama verður líka að vera, er ekki 10 ára afmæli án þess .
Hitastigið hérna inni hefur örugglega farið vel upp í 30° þrátt fyrir loftkælingu, sérstaklega í mesta fjörinu, ég var farin að hafa áhyggjur af því að stelpurófurnar myndu hreinlega ofþorna og dældi í þær vökva og frostpinnum.
Afmælishelginni ógurlegu er semsagt lokið þetta árið, allir sáttir og ánægðir og glaðir og kátir. Ég er þakklátust fyrir það að ég á von á Maríunum mínum á þriðjudaginn og þarf því ekki að díla við nema mesta ruslið hérna .
Bestu þakkir til ykkar allra fyrir góðar gjafir og kveðjur.
Afmæliskveðjur til Ara Péturs frænda í Bretlandinu - vona að dagurinn hans hafi verið jafn frábær og Evu Drafnar .
Over and out,
Birgitta og co
Ps. Það eru semsagt 2 eða 3 afmælisblogg hér að neðan fyrir þá sem hafa áhuga. Verð líka að benda áhugasömum á myndbandið af strákunum í afmælisveislu Árna Reynis hérna til hliðar, hrikalega fyndið að heyra svona spjall á ensku (eða kannski ammrísku) .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:59 | Facebook
Athugasemdir
Engin smá kraftur í þér tekur að þér að halda barnaafmæli ?
Hulda (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:29
Þú ert nú meiri brandarakerlingin Hulda . Bolagerðin er samt ferlega sniðug, mátt svosem alveg stela þeirri hugmynd - það er mitt framlag
Birgitta, 9.6.2008 kl. 14:52
Frábært að lesa um afmælisveislurnar, ekkert smá flottar minningar sem þau eiga til að taka með sér heim. Hlakka svo til að sjá ykkur hérna í hreina góða loftinu - held að hér verði frábært sumar.
Amma/mamma
Amma (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.