Niðursuða

Ég held ég hafi klárað úr bloggskálunum síðustu helgi, er alveg gjörsamlega andlaus þessa dagana. Enda kannski ekki skrítið þegar hitinn hefur verið að rokka þetta 30-39 gráður. Það er rétt að það skríði undir 30 gráðurnar þegar þrumuveðrin ganga yfir en það varir yfirleitt ekki lengi og svo er hitinn rokinn upp aftur.
Svo er einhver böggur í loftræstingunni á neðri hæðinni svo þar verður ansi heitt yfir miðjan daginn. Á efri hæðinni er aftur fínt að vera enda líklega þess vegna sem ég er búin að pakka mun meiru á þeirri hæð en hérna niðri. Er þó byrjuð, smá í hverju herbergi, frekar óskipulega en mjakast allt.

Kara er búin í skólanum og það voru frekar blendnar tilfinningar hjá henni greyinu þegar hún kom heim í gær, gaman að vera búin í skólanum en leiðinlegt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þessa krakka aftur - jafnvel aldrei aftur Crying. Framundan hjá henni eru samræmd próf - stærðfræði á þriðjudaginn og svo Líffræði viku seinna. Þetta eru einu prófin sem hún tekur en þau eru bæði stór og þung svo það er ágætt að hún hafi nægan tíma til að læra.

Yngri systkinin fóru í dag og keyptu sér fyrir öll gjafakortin og aurinn sem þau fengu í afmælisgjafir. Mjög gaman að því að flestir hérna gefa gjafakort, þau fengu flest kortin í Barnes & Noble og svo fékk hún í Limited Too og hann í Best Buy. Það var virkilega gaman að fara með þeim og leyfa þeim að kaupa sér akkúrat það sem þau langaði enda komum við alveg klyfjuð heim.

Guðmundur er að skjótast í síðustu Íslandsferðina á morgun og kemur aftur á föstudaginn. Á meðan ætla ég að reyna að pakka niður sem mestu svo allt verði klárt fimmtudaginn 26. júní. Eldsnemma þann morgun mæta hingað flutningamenn sem munu skrúfa sundur og pakka saman öllu stóra dótinu okkar og hjálpa okkur svo við að koma því í gáminn þegar hann kemur hingað seinnipartinn. Vonandi gengur það mjög hratt og vel því trukkurinn má víst ekki setja gáminn niður heldur bíður bara hérna á meðan við hrúgum í sem gæti þýtt að gatan hérna fyrir framan teppist á meðan Crying.
Þegar gámurinn er farinn förum við líka, ekki mikið hægt að gera hérna í tómu húsi. Kara heldur heim til mömmu sinnar þá um kvöldið og við skutlum henni á völlinn og höldum svo yfir á Long Island þar sem við hin ætlum að eyða nokkrum dögum í smá fríi.

Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að setja inn fréttir af okkur næstu dagana. Reyni samt að leyfa ykkur að fylgjast með þessum ægispennandi viðburðum sem framundan eru Wink.

Knús og kram úr þrumum og eldingum,
Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Björk Andradóttir

Já takk.  Mér finnst bara algjört lágmark að maður fái upplýsingar um það í hvaða röð ísskápaseglarnir fara ofan í kassa.  Og ég er mjög spennt að vita hvort Hemúllinn er eitthvað sem er hægt að pakka eða hvort hann andar? 

En svona í alvöru, ég er mjög spennt fyrir öllum fréttum af flutninsundirbúningi.  Er hætt að vera með ofnæmi fyrir tölvunni, svo ég er komin aftur!

Gangi þér rosa vel Kara!

Edda Björk Andradóttir, 15.6.2008 kl. 14:18

2 identicon

Já þetta eru blendnar  tilfinningar fyrir alla, bæði gaman og erfitt en mikil lífsreynsla sem allir ættu að prófa.

Verst að maður getur ekkert hjálpað þér, nema í huganum sendi þér hér með pökkunarstrauma.

knús Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 17:23

3 identicon

Gangi ykkur vel :-)

Maria Rebekka (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband