Litlir kassar

og stórir og meðalstórir, langir og mjóir, flatir og breiðir, uppum alla veggi og útum öll gólf.

Ég er bara búin að vera nokkuð dugleg í niðurpökkun síðustu daga. Get ekki sagt að ég skemmti mér við þetta en það hjálpar að hafa iPodinn á eyrunum og góða tónlist í botni. Verst bara að Kara greyið þarf þá að hlusta á gaulið í mér en hún hefur ekki kvartað hingað til.

Hún tók samræmt próf í stærðfræði í gærmorgun og gekk bara vel. Nú situr hún við borðstofuborðið og lærir líffræði sem er næst á dagskránni. Prófið er á þriðjudaginn og er það síðasta þessa önnina - svo er hún komin í langþráð SUMARFRÍ.

Það var lítið um húllumhæ hérna í gær þó það væri 17. júní. Árni og Eva fóru með Íslandsderhúfurnar sínar í skólann í gær og fóru líka með 3 aukahúfur hvort til að gefa bestu vinunum. Það vakti mikla lukku Smile. Í Miðskólanum var gert mikið úr því að þetta væri þjóðhátíðardagur Íslendinga og Árni Reynir fékk mikla athygli út á það. Í sumum tímunum var lítið lært heldur verið að spyrja um Ísland og kennarar í öðrum stofum að kíkja við og óska honum til hamingju með daginn.
Gaman gaman Grin.

Krakkarnir eru ekki alveg sáttir við það að hugsa til vina sinna á Íslandi sem eru komin í frí og þau þurfa að vera í skólanum í viku í viðbót. Ég held að þau haldi að þau séu að missa af einhverju gríðarmiklu fjöri á hverjum einasta degi. Að vinirnir séu bara í stanslausri gleði og þau missi af því öllu saman og þurfa að hanga í skólanum í þokkabót. Ekki beint sanngjarnt!

Það styttist þó í að þau geti tekið þátt í gleðinni, vona bara að gleðin standi undir væntingum Wink.

Knús og kram,
Birgitta og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ molarnir.  Geturðu ekki huggað þau við það að Andrea og Ari eru ekki búin fyrr en 21. júlí?  Þeim finnst það ekkert smá mikið SVINDL eins og Ari segir.  Vilja bara íslenskt sumarfrí takk fyrir.

Gangi þér vel í pökkuninni og sönglinu, ég myndi ekki leggja á neinn mig með i-pod að söngla.  Ég er alveg nógu slæm þegar músíkin heyrist undir.

Ed´s

p.s. og takk fyrir að láta mig fá á heilann "litlir kassar á lækjarbakka" eftir að hafa lesið fyrirsögnina.  Losaði mig alveg við lagið "í grænum sjó" úr Hafmeyjunni sem ég var með á heilanum fyrir!  *dóh*

Edda (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:44

2 identicon

Rabbabara-Rúna (af tómum kvikindisskap )

Marta (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband