17.7.2008 | 13:40
Beðið eftir Gámi
Nú er ferðalaginu okkar alveg að ljúka.
Ég bíð eftir símtali frá bílstjóranum sem ætlar að keyra gáminn okkar heim í hlað. "Eftir hádegi" var okkur sagt og ég er búin að vera að bíða frá því klukkan 12:01 .
Ligg nú samt ekkert í leti, er að týna saman dótið okkar hérna í H29, panta mér þvottavél og þurrkara, láta mig dreyma um nýjan, tvöfaldan ísskáp með klakavél og vatnshana, nýtt helluborð, ofn, háf og uppþvottavél og sitthvað fleira . Kostar ekkert að láta sig dreyma eða hvað?
Veit ekki hvernig verður með nettengingar í B12, hún á reyndar að vera komin skv. þjónustuaðilanum en spurning hvernig okkur gengur að koma upp nauðsynlegri aðstöðu og tengja nauðsynlega víra. Vonandi um helgina.
Það verða líklega engar fréttir af okkur fyrr en í næstu viku en þeir sem eru óþreyjufullir geta bara fengið sér bíltúr og kíkt á okkur .
Knús,
Birgitta og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sooooldið langur bíltúr
Marta á Búinu (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.