20.7.2008 | 13:04
Ojbara Ojbara Ojbara Ullabjakk
Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þá finnst mér ekki gaman að flytja!
Við fengum gáminn á planið á fimmtudagseftirmiðdag. Ég byrjaði strax að henda út því sem ég gat þar til Helena litlaofursystir (ætlaði að skrifa ofurlitlasystir en hún er nú ekki svo lítil ) kom og hjálpaði mér. Við vorum hrikalega duglegar þar til Undri kom með 2 hjálparhendur sem Undrasystir- og mágur lánuðu okkur og þá fór allt á fullt og 2 tímum, 3 pizzum og 4 bjórum síðar var allt komið úr gámi og inní hús.
Og þá leit húsið svona út:
Þá langaði mig bara að skríða uppí rúm og undir sæng - en það var ekki hægt því rúmið var í 18 pörtum og sængin oní einhverjum kassa - einhverjum af rúmlega 100.
Og NB - þetta er stofan hér á myndinni og í henni var bara dót sem átti að vera þar, þetta er semsagt bara brotabrot af öllu saman .
Það var ekkert annað að gera en að bretta ermarnar enn hærra og vinda sér í fjörið. Við náðum að klára öll svefnherbergi að mestu þetta sama kvöld - það er ekki af honum Undramundi skafið þegar kemur að vinnu, ótrúlega duglegur maður sem ég á!
Hérna er nefnilega ekkert hægt að panta sér Mario bræður til að koma og skrúfa og negla og raða - ónei! Hérna er það bara Do It Yourself takk fyrir takk.
Núna erum við loksins farin að sjá fyrir endann á þessu. Ekki eftir nema 3-4 kassar - svona kassar sem enginn veit hvar eiga að vera eða hvort er hreinlega pláss fyrir. Mig langar mest að setja þá út í skúr og ná ekki í þá fyrr en þegar ég sakna einhvers úr þeim. Er nefnilega nokkuð viss um að það gerist aldrei...
Held m.a.s. að það séu nokkrir kassar úti í bílskúr sem ég nennti ekki að taka með út og ákvað að geyma - hef ekki hugmynd um hvað er í þeim og er örugglega búin að kaupa mér nýtt ef það var eitthvað sem ég verð að eiga .
Alla vega, ég er alveg búin að sjá það að við hefðum betur keypt öll húsgögnin okkar í Ikea, New Jersey, þá hefðum við alla vega fengið þau í evrópskum stærðum. Þessi húsgögn sem við erum með eru alla vega ekki gerð fyrir íslensk hús, það er alveg ljóst. Það er rétt svo að húsið passi utan um húsgögnin, spurning um að fara að kíkja eftir stærra húsi .
Við Guðmundur furðuðum okkur á því að við fáum engan ruslpóst, ekki Fréttablaðið eða neitt af þessu sem dettur inn um lúguna sama hvað. Svo litum við út og sáum aðkomuna:
Má bjóða ykkur í heimsókn?
Knús og kveðja,
Birgitta og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Athugasemdir
ertekkaðgrínast
Marta (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 15:09
Hehehe, þetta er eiginlega bara fyndið. Kassaslóðin liggur eins og Domino út um útidyrnar! Hlakka til að sjá "eftir" myndir.
Edda (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:01
VELKOMIN HEIM! Mikið hlakka ég til að hitta þig stelpa.
Knús frá mér.
Elísa (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.