Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
29.5.2007 | 09:23
Sveitasæla og ferðalög
Fórum í sveitasæluna í Hálsakoti sl. sunnudag.
Gengum á Búrfell í blíðunni, afinn og sponsið fóru hæst, amman aðeins styttra en við frumburðurinn lögðum ekki í mesta brattann heldur lögðumst í mosann og drukkum í okkur útsýnið.
Fundum marga fjársjóði á leiðinni niður, steina með gullkornum, steina með áður óþekktum málmum, hníf steinaldarmanns og sitthvað fleira. Bíllinn hans afa hlaut það fína nafn Herkúles og stóð svo sannarlega undir nafni . Eva Dröfn fann þennan fína fimleikavöll og æfði sig fyrir vorsýningu Fylkis.
Við enduðum svo ævintýrið í Hálsakoti með matarveislu, alveg magnað hvað grillaður humar bragðast vel - sérstaklega þegar maður borðar hann úti .
Framundan eru svo langferðir hjá okkur.
Krakkarnir fara til Helenu frænku á föstudaginn - ætla að fara í Tívolí og Legoland og ToysRUs og gaman gaman. Á meðan fer ég í hina áttina, til New York að skoða hús með pabbanum. Vona bara að öll þessi hús og hverfi sem ég er búin að finna á netinu líti jafnvel út í návígi og best væri auðvitað ef okkur tækist að finna Húsið okkar.
Læt vita hvernig gengur.
Birgitta
26.5.2007 | 12:08
Flutningafréttir og fleira
Er að melta með mér að gera þetta að fréttasíðu fjölskyldunnar - er ekki viss samt hvort ég nenni að halda úti 2 bloggum.
Sjáum til...
B