Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fjörugar frænkur

Frænkugisting í gangi og mikið fjör og enn meira gaman.

Af því mömmur leyfa oft meira en vanalega þegar frænkur eru að gista báðu þær um að fá að mála hvora aðra - og fengu leyfi til þess.

Þær byrjuðu skrautlegaEva Dröfn og Andrea Rut

 og enduðu hrikalega! DSC01232

 

 

 

 

 

Ég verð að viðurkenna að ég fékk nett sjokk að sjá þær og bað til guðs að þessi stríðsmálning myndi renna af jafn ljúflega og hún rann á. Það var ekki alveg svo gott!
Heilu handklæði, hálfum sápubrúsa og miklu nuddi síðar eru þær orðnar nokkuð líkar litlu sætu stelpunum sem þær voru fyrr í kvöld.

Þetta  var samt ekki næstum eins slæmt og þegar Eva Dröfn var nýbúin að kynnast einni vinkonu sinni. Þær voru uppi í herbergi að leika, rosalega hljóðar og góðar - þá hefðu viðvörunarbjöllurnar átt að fara af stað! Þær komu svo niður í eldhús og spurðu hvort þær væru ekki fínar?
Þá voru þær búnar að dunda sér við það í rólegheitum að klippa hvora aðra W00t. Ég þurfti því að labba yfir, kynna mig fyrir mömmunni með nýju vinkonuna kiwiklippta við andlitið. Mamman meira að segja búin að vera að berjast við að láta hana safna toppi í marga mánuði.
Hún tók þessu sem betur fer rosalega vel, alveg lygilega vel eiginlega. Þær fengu meira að segja að leika sér saman aftur Wink.

Birgitta - (með öll skæri heimilisins í gíslingu)


Svæfum bara kisu...

Við erum svoldið búin að vera að vandræðast með hvað við eigum að gera við kisu þegar við flytjum út. Eva Dröfn kom með lausnina í gær:

E: Mamma, ég held við verðum bara að svæfa Krúsí þegar við flytjum!
M: Ha? Heldurðu það?
E: Já, ég held að henni myndi líða illa í flugvél og í sóttkví og þá er bara best að svæfa hana.
M: En eigum við ekki frekar að reyna að finna eitthvað gott fólk sem vill eiga hana?
E: Nei, ég vil frekar að við svæfum hana!
M: Humm, mér finnst það nú ekki góður kostur.
E: Jú, svo vekjum við hana bara þegar við flytjum aftur heim!

Jahá, þabbla þa Wink


Húsamálin að skýrast

Jæja, þá eru málin loksins að komast á skrið Smile.
Í síðustu ferð skoðuðum við aftur húsið sem er hérna að neðan og vorum jafn hrifin og fyrst. Málið var bara að það var komið samþykkt tilboð í húsið. Við erum bara svo heppin að í USAnu eru kauptilboð ekki samþykkt fyrr en búið er að fá Inspector til að skoða húsið, báðir aðilar eru búnir að láta lögfræðingana sína fara yfir tilboðin og báðir aðilar búnir að undirrita.
Við náðum semsagt einhvers staðar inn í það ferli og húsið verður líklega okkar Grin.
Nú er bara að krossa putta og vona að enginn poti sér inn í okkar ferli og nái af okkur húsinu.
Reyndar segir hún Susan fasteignamiðlari að seljendurnir séu komin með nóg og að þau muni ekki taka öðru tilboði - öðru en okkar þ.e. - svo ég er bara nokkuð bjartsýn.

Eva Dröfn fær þá prinsessuherbergið sitt, Árni Reynir prinsaherbergið og við hin stór og góð herbergi, húsið er allt í toppstandi, nýuppgert og ferlega flott.
Ég verð reyndar að hryggja ykkur með því að það er ekkert gestaherbergi W00t en skrifstofan og fjölskylduherbergið eru alveg nógu stór fyrir svefnsófa og nokkra gesti Kissing.

Nú á ég bara eftir að fá að vita hvenær við fáum afhent, finna leigjendur að húsinu mínu hér og bretta svo upp ermar og byrja að pakka Wink.

Birgitta


Húsafréttir

Þá er maður kominn heim úr húsaskoðunarferð númer 2 og hún gekk nú frekar betur en sú fyrri. Það er ólíkt annað að skoða hús með það fyrir augum að kaupa það en þegar maður er að hugsa um að leigja. Núna gat maður skoðað með því hugarfari að maður gæti breytt og bætt - eitthvað sem er víst frekar hæpið að ætla sér ef maður er að leigja.

Við skoðuðum 11 hús og leist vel á 4 þeirra. Ekkert með sundlaug en við sáum líka að þar sem voru sundlaugar voru þær frekar sjabbí og subbó og það er greinilegt að þeim fylgir mikið viðhald og vinna.
*svo, þið sem ætlið að koma í heimsókn getið skilið keppnissundbolinn eftir heima - takið bikíníið endilega með því það má liggja í sólbaði þó það sé engin sundlaug Wink*

Hverfin sem við erum að skoða heitir Scarsdale og Ardsley - það er svona eins og Vogar/Sund, eru alveg hlið við hlið. Þetta er ca 30 mín norðan við Manhattan í sýslu sem heitir Westchester. Þetta er allt voðalega krúttulegt og sætt, stutt í allt og góðir skólar og maður sá börn að leik úti og á rölti "in the Village" svo þetta virðist vera þokkalega secure svæði.

Nú er bara að sjá hvort maður smelli tilboði í eitthvert húsanna og hvað kemur svo úr því.

Birgitta


Húsaskoðun - taka 2

Það er allt útlit fyrir að við þurfum að taka annan hring í húsaskoðun mjög fljótlega. Húsin hreyfast mjög hratt og forsendurnar hafa aðeins breyst hjá okkur og nú er komin ný hrúga af húsum sem við þurfum að skoða.

Þetta væri bara gaman ef maður þyrfti ekki að taka 5 tíma flug í hvert skipti sem maður ætlar að "kíkja" á nokkur hús - tala nú ekki um ef manni þykir jafn-leiðinlegt í flugvél og mér!

Nú eru bara ca 2 mánuðir þangað til við hefðum viljað vera flutt og því langar mig að drífa þetta af og finna hús ASAP. Finnst frekar óþægilegt að hafa þetta svona í lausu lofti  - erum að flytja en vitum ekki hvert, hvenær, hvernig eða hvers vegna (jú kannski hvers vegna...).

Ég verð vonandi með meiri fréttir í næstu viku.

Birgitta


Sumarprógrammið

Búin að sitja sveitt við að bóka börnin í sumarbúðir og námskeið, ekki af því að það þurfi að koma þeim fyrir heldur vegna þess að þau langar svoooo til þess. Hann fer í Vatnaskóg með bekkjarfélögum og hún í Vindáshlíð með bestu frænkunni (Helena mín, þú ert of gömul fyrir Vindáshlíð, annars hefði hún pottþétt viljað fara með þér Kissing).
Svo ætla þau að skella sér á námskeið hjá TBR, fóru í fyrrasumar og fannst alveg meiriháttar. Held kannski að mesta sportið hafi verið að fá að fara þangað í strætó - ein - en þau hafa mjög gaman af badminton svo það verður bara fjör.

Það vantar eiginlega alveg svona sumarnámskeið fyrir þreyttar húsmæður og/eða nemendur. Dagskráin í Vindáshlíð gæti t.d. alveg hentað - með smá lagfæringum:

10:40  Brennókeppni milli herbergja, íþróttir, frjáls tími
12:30  Matur
           Val tími
15:30  Kaffi
           Undirbúningur fyrir kvöldvökur, brennókeppni, íþróttir, frjáls tími
18:45  Kvöldmatur
           Frjálstími
20:15  Kvöldvaka
           Kvöldkaffi

Inn á milli mætti bæta nuddi, hand- og fótsnyrtingu, andlitsbaði, yoga, skemmtilegri fræðslu, vínsmökkun, sjálfstyrkingu og mörgu fleiru.
Ég væri sko alveg til í þannig viku!

Birgitta


Húsaskoðun í Amríkunni

Þá er maður kominn heim eftir maraþonferð í húsaskoðun.
Við skoðuðum 10 hús á ca 5 tímum, hvert þeirra með a.m.k. 4 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum, formal og informal dining rooms, eldhúsum, kjallörum, bílskúrum og sum með walk in closet í hverju herbergi, háaloftum, leikherbergjum og ég veit ekki hverju.
Nokkur gátum við útilokað strax eins og húsið sem við köllum psychadelic húsið Wink. Það var vægast sagt ótrúlegt! Teppin voru  rauð, svört og drapplituð, veggfóðrið, rautt, svart, gyllt, silfurlitað, hvítt og grænt og baðherbergin OMG! Húsið var eins og beint útúr Austin Powers mynd. Eini plúsinn var að það var með sundlaug og poolhouse Tounge en sá plús var ekki nógu stór til að dekka alla mínusana. Annað hús gátum við strækað á strax og það var ca 500 fermetra villa. Það var akkúrat ekkert að því húsi - risastór herbergi og hjónaherbergið með 2 walk in closets + his and hers baðherbergjum - en verðið var auðvitað eftir því.

Restin kom bara ágætlega til greina. Allt mjög hugguleg og fín hús. Nema hvað ég fékk svona míní breikdán þegar við vorum búin að skoða þetta allt saman. Gat ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að flytja út Frown. Sá mig ekki í anda sem ameríska húsfrú.
Við ræddum málin fram og til baka og endum líklega á að leigja bara húsið okkar hérna heima, ekki selja það. Það róaði mitt litla sálartetur, ég held ég þurfi að hafa eitthvað akkeri hérna heima til þess að ég sé tilbúin í svona ævintýri - sálartetrið mitt er sko ekki stórt Blush.

Húsið sem við erum hrifnust af er reyndar ekki með sundlaug en það hefur allt annað sem við vorum að leita að. Oooog það er ekki með teppi á öllum svefnherbergjum! Ótrúlegt alveg hvað öll svefnherbergi eru teppalögð þarna úti og reyndar stundum bara ALLT teppalagt - m.a.s. baðherbergin.

Hús1eldhús prinsessuherbergiðstofa prinsaherbergið

Nú þurfum við bara að hafa samband við hana Susan fasteignamiðlara og athuga smáatriðin eins og að gera tilboð, afhendingartíma og þ.h.

Læt vita hvernig gengur.

Birgitta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband