Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

"Smá" drama

Við vorum að fá slæmar fréttir Frown. Það er sko bara búið að selja húsið "okkar"!

Datt nú í hug orðatakið "oft kemur vel á vondan" því það voru einhverjir sem gerðu nákvæmlega það sem við gerðum - köttuðu inn í samningaferlið okkar og "stálu" af okkur húsinu.
Reyndar vorum við bara að bíða eftir að eigandinn skrifaði undir fullkláran samning, svo að við áttum nú ekki að þetta gæti klikkað svona korter í closing - en svona er lífið...

Ég er því á leiðinni út til NYC enn og aftur. Fer á miðvikudagsmorgun og kem á fimmtudagskvöldið og getiði hvað ég er að fara að gera???

Jújú, skoða hús Sideways.

Ég verð að viðurkenna að ég er orðin frekar óróleg! Við eigum að afhenda húsið okkar hérna í Árbænum á föstudaginn! Eigum reyndar svo góða að að okkur standa alls staðar til boða staðir til að halla höfðinu okkar á en það dugar einhvern veginn ekki til að róa mig niður... Mér líður betur þegar ég veit hvað er handan við hornið og nú hef ég ekki einu sinni hugmynd um handan hvaða horns framtíðin liggur!

Þið megið alveg senda mér svona róóóóósemdar strauma svo ég fari ekki bara yfirum!
Þakka fyrir að hafa Harry Potter til að dreifa huganum, veit ekki hvað ég gerði án hans Wink.

Meiri fréttir síðar - Birgitta


Mér finnst rigningin góð

Verð að smella hingað inn nokkrum myndum af Evu Dröfn og vinkonunum í dembunni sem var hérna rétt áðan.

RigningRigning3Rigning4

Það væri ekki slæmt að vera bara barn og virkilega njóta þess í botn að sulla í pollunum Smile. Kannski maður ætti bara að prófa..?

Birgitta


Ferðasagan

Loksins er búið að rofa nógu mikið til í kollinum á mér til að ég geti komið frá mér smá ferðasögu.

Ferðalagið hófst hjá okkur börnunum með flugi til New York þann 12.júlí. Í flugvélinni
Börnin mín eru auðvitað orðin svo stór að það var minnsta mál í heimi að ferðast með þau. Það var helst að ég ætti í vandræðum með að halda henni Evu Dröfn úr Fríhöfninni Wink.
Við tókum svo leigubíl á hótelið sem var mjög vel staðsett rétt við Times Square. Þar hittum við pabbann okkar og það voru sko fagnaðarfundir. á Times SquareBörnin voru hálf-þreytt en við ákváðum samt að við yrðum að taka einn stuttan göngutúr út á Times Square til að sýna þeim dýrðina. Þeim þótti þetta jú, nokkuð flott en virtust þó vera hrifnust af öllum búðunum! M&M búðin á þremur hæðum, ToysRUs og fleiri heilluðu þau alveg uppúr skónum.
Okkur tókst þó að draga þau inn á herbergi og ná þeim í bælið.
Næsta dag fórum við upp í Westchester að hitta Inspectorinn sem fór yfir húsið okkar - mig vantar góða þýðingu á þessu starfsheiti, það sem hann gerði var að fara yfir allt húsið frá grunni til loftnets og skilaði okkur 33 síðna skýrslu um ástandið - þarna var hann semsagt að fara yfir öll þessi atriði með Guðmundi. Á meðan þeir potuðu í jarðveg, skoðuðu rör og leiðslur og eitthvað meira, skoðuðum við börnin húsið. Krakkarnir urðu mjög hrifin af herbergjunum sínum og þau voru bara enn sáttari við þetta allt saman.
Það er virkilega góður andi í húsinu, okkur leið öllum alveg eins og heima hjá okkur þó svo við værum ekki með neitt af okkar dóti þarna og eigandinn og börnin hans væru þarna á vappinu Smile.
Við enduðum svo ferðina til Scarsdale á því að skoða skólana sem börnin munu fara í næsta haust og það jók bara á spennuna.Í Empire State
Við vorum í New York fram á sunnudag og náðum að gera alveg heilmargt á þessum stutta tíma. Árni keypti sér risastóra Air Force One, fjarstýrða flugvél sem við fórum með í Central Park, við fórum upp í Empire State, fórum og sáum Lion King á Broadway, versluðum einhver ósköp af leikföngum og fötum, borðuðum góðan mat og bara höfðum það virkilega gott.

Í Atlantic CityÁ sunnudeginum brunuðum við svo af stað til Atlantic City. Það er ekki nema rúmlega 2ja tíma akstur þangað frá Manhattan. Þar var tímanum eytt á ströndinni að "sörfa", pínu gambl og leti. Á ströndinni
Þarna vorum við í 3 nætur en síðasti dagurinn fór í 14 tíma ferðalag - akstur á flugvöllinn í Philadelphia, flug þaðan til Boston, rútuþvælingur á flugvellinum í Boston og svo flugið heim til Íslands.

Í heildina alveg frábær ferð og ég held að við séum öll jafn hrifin af því sem Ameríka hefur upp á að bjóða (sem er nánast allt sem manni dettur í hug Wink).

Birgitta


Sumarbúðir, ferðalög og fleira

Þá er ég loksins búin að endurheimta bæði börnin úr sumarbúðunum.
Þau eru alsæl með dvölina og eru mjög dugleg við að þylja upp ýmiss vers og ritningar við hvert tækifæri sem gefst. Þau lærðu margt gott um fyrirgefningu, umburðarlyndi og náungakærleika - verst bara að þau lærðu ekkert um fyrirgefningu systkina, umburðarlyndi gagnvart systkinum og systkinakærleika Wink.

Vatnaskógur4

Árni Reynir virðist ekki hafa verið eins fyrirferðamikill og Eva Dröfn, að minnsta kosti eru fáar myndir af honum á vefsíðu KFUM, en hérna sést honum bregða fyrir.

Hann veiddi ekkert, þrátt fyrir spúninn frá afa, en það veiddi enginn neitt svo það er spurning hvort það séu einhverjir fiskar þarna yfir höfuð?

 

Næst á dagskrá hjá fjölskyldunni er ferð til New York á morgun. Við ætlum að taka okkur eina viku og skoða m.a. Empire State bygginguna, American Museum of Natural History (safnið í Night at the Museum), Times Square (og ToysRUs auðvitað!), hinar og þessar búðir komnar á Planið - America's Hobby Center, Build a Bear og svo tekst mér vonandi að draga Köru með mér í eina eða tvær fata- og skóbúðir.

Svo ætlum við auðvitað að skoða tilvonandi heimilið okkar. Ég held að börnin séu spenntust yfir því Smile.

Ætla að smella hérna tveimur gullkornum frá Evu Dröfn í lokin.

Ég veit nú ekki alveg hvernig henni dettur þetta í hug en hún spurði um daginn: "mamma, erum við milljarðaræningjar?"
Og í einhverri landafræðiumræðunni: Mamma, hvernig álfur er eiginlega heimsálfur?
- jahérna hér Tounge.

Birgitta


Bækur handa þér

Til vina og vandamanna:

Ég er með um 100 stykki bækur sem ég ætla hvorki að flytja með mér út né geyma en vil alveg endilega koma þeim til einhverra sem hafa áhuga. Þetta eru alls konar bækur - eitthvað eftir John Grisham, Patriciu Cornwall, Michael Crichton og svo bara sitt lítið af hverju.

Ef þú hefur áhuga kíktu þá endilega í heimsókn næstu daga og nældu þér í eina (eða tvær, þrjár, fjórar eða fleiri Wink).

Birgitta


Stund milli ... barna

Alls ekki stríða Wink!

Árni Reynir hélt glaðbeittur af stað í Vatnaskóg í morgun. Hann fór með bekkjarfélaga sínum og vini og var að springa úr spenningi.
Sérstaklega af því að hann var með veiðistöng með sér - og ekki bara einhverja veiðistöng heldur hafði hann fengið lánaðan spúninn hans afa síns og það er sko það flottasta ever! Það fengu sko allir að heyra það!

Ég er því bara í rólegheitum þar til klukkan 17 þegar ég fer og sæki Evu Dröfn sem er að koma úr Vindáshlíðinni.

Ég skal alveg viðurkenna að mitt ungamömmuhjarta er alltaf pínu órólegt þegar börnin eru svona "langt" í burtu. Það er því alveg meiriháttar að geta fylgst með ungunum sínum á vefsíðu KFUM. Þar fann ég t.d. þessar myndir af sponsinu mínu og frænkunni:

VindáshlíðVindáshlíð (21)

 

 

 

 

 

 

Vindáshlíð (22)

Það er greinilegt að henni hefur ekki leiðst. Ég hlakka mikið til að heyra sólarsöguna þegar ég hitti hana á eftir Smile.

Svo mæli ég eindregið með því að senda systkini á sitthvorum tímanum í svona ævintýri. Þau hafa voðalega gott af því að fá frí frá hvoru öðru og upplifa að vera "einkabarn" í eina viku.

Birgitta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband