Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
28.6.2008 | 12:06
Brottför og heimkoma
Jæja, þá er þessum kafla lokið.
Það var skrítið andrúmsloft í bílnum þegar við keyrðum út Krossgötuna í síðasta skipti. Sumir sorgmæddir og aðrir himinlifandi. Dagurinn var algjört kaos, allt á fullu frá því eldsnemma um morguninn og langt fram á kvöld.
Moverarnir komu fyrir 8 og byrjuðu strax að vefja öllu inn í kílómetra af bóluplasti, plastfilmu og pappír - ég hugsa með hryllingi til þess að þurfa að vefja þessu öllu til baka en þetta ætti að verja rándýru IKEA eldhússtólana mína þannig að þeir verði heilir þegar þeir lenda í Reykjavíkurhöfn í júlílok.
Við lögðum svo af stað frá Krossgötunni klukkan rúmlega 18, í 2 leigubílum og náðum inn á JFK um 19. Við vorum bara með rúmlega 20 töskur , hluti fór í handfarangur en við fengum góðfúslega að tékka inn 12 stykki. Þurftum aðeins að endurraða sökum þyngdar en þetta slapp allt ótrúlega vel. Stutt bið á vellinum, stutt flugferð heim (bara 5 tímar) og svo vorum við lent á gamla góða Íslandi . Frekar þreytt og lúin en frekar kát og glöð.
Mamma Köru beið á flugvellinum og þar urðu sko fagnaðarfundir. Hennar beið líka kærastinn, hann Bjarni, og þar urðu ekki minni fagnaðarfundir .
Árni afi kom og sótti okkur hin og keyrði okkur í ömmu- og afakot.
Nú erum við svona að reyna að koma okkur á rétt ról og ætlum bara að láta fara vel um okkur hérna í H29.
Knús til ykkar allra. Takk fyrir allar kveðjurnar, það er búið að vera svo gott að hafa ykkur hérna, það stytti aðeins fjarlægðina við ykkur öll að vita að þið fylgdust með ævintýrunum okkar í Ameríkunni.
Til hamingju með daginn Edda frænka og stuðningsmaður númer 1-2 . Vona að þú njótir hans í botn!
Birgitta og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2008 | 12:53
Aukastress - update
Ekki að það hafi verið mikið stress í gangi hjá okkur - sem betur fer - allir voðalega slakir.
Það breyttist aðeins í gær.
Eimskip hafði samband (loksins!) og þá er ekkert öruggt að þeir geti staðfest gáminn til okkar á morgun . Jafnvel ekki fyrr en á föstudaginn.
Og við búin að breyta fluginu okkar og alles.
Og panta flutningamenn til að hjálpa okkur - á morgun.
Og fá Maríurnar mínar til að koma og þrífa húsið - á föstudaginn.
Svona lítur borðstofan okkar út í dag .
Það eru samt allir í svo góðum gír að þetta náði ekkert að hræra (mikið) í okkur. Ef til kemur þá breytum við bara plönunum skv. því.
Fer samt svoldið illa með Planið að vita þetta ekki af eða á...
Update: Eimskip náði að redda málunum og gámurinn verður kominn - á undan áætlun! - fyrir hádegi á morgun .
Birgitta
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2008 | 15:46
Flugi flýtt vegna veðurs
Ákvað að kíkja á veðurspána fyrir Long Island, athuga hvort við fengjum ekki sól og blíðu og dásemd og dýrð í þriggja daga sumarfríinu okkar.
Ónei, það var sko ekki í boði.
Veðurspáin fyrir akkúrat þessa 3 var bara glötuð. Þrumuveður og rigning ALLAN TÍMANN. Sól og blíða daginn áður og daginn eftir að við ætluðum að halda heim.
Veit fátt leiðinlegra en að kúldrast inni á hótelherbergi í leiðindaveðri .
Breytti því planinu með det samme.
Við krakkarnir ætlum að fljúga heim með Köru á fimmtudagskvöldið. Undramundur ætlar að skila húsinu okkar hérna og fara með bílinn á bílasöluna og kemur með föstudagsfluginu.
Þó það verði leiðindaveður á Íslandi er mun betra að kúra í ömmu og afa koti en á hótelherbergi á Long Island.
Best að bretta upp ermarnar og henda mér í pakkið.
Knús,
Birgitta og co
22.6.2008 | 01:48
Moving up
Á föstudaginn síðasta var Moving Up Ceremony í Concord Road Elementary School.
Það er ekki beint útskrift heldur svona 'uppfærsla' því þá færast krakkarnir í fjórða bekk upp í Middle School.
Þetta var samt ekkert minna maus en alvöru útskrift - get ekki ímyndað mér að útskriftir úr Háskólanum séu neitt minna mál, enda eiga þær ekkert að vera það.
Það var auðvitað byrjað á fánahyllingunni, ég fattaði ekkert af hverju ég fékk hornauga frá fólkinu í kringum mig fyrr en ég kveikti á því að það voru ALLIR með hönd yfir hjarta að þylja - enginn að smella myndum eins og ég . Svo sungu börnin ýmiss lög með 'America' í textanum og allir fengu tár í augun - svona eins og ég hefði fengið ef þau hefðu verið að syngja 'Ísland er land þitt' eða eitthvað álíka - en ég var merkilega þurrhvarma.
Alveg þangað til Mrs. Fusillo, kennarinn hennar Evu Drafnar, fór að lesa upp nemendurna sína. Hún er búin að kenna í ansi mörg ár, fyrstu nemendurnir eru víst fimtugir í ár. Og þetta er síðasti bekkurinn hennar. Hún er að hætta störfum og hún átti svo bágt með sig konu greyið að ég held að hálfur salurinn hafi verið farinn að snökta með henni.
Vona að ég nái að setja hingað inn myndbandið sem ég tók af þessum merka atburði, þá getið þið snökt með mér og Mrs. Fusillo .
Eva Dröfn er semsagt útskrifuð úr Elementary School. Verð nú að viðurkenna að hluti af mér væri alveg til í að vera hérna eitt ár í viðbót og leyfa henni að fylgja öllum nýju vinunum sínum í Middle School.
Köru leist nú ekkert alltof illa á ár í viðbót, eða kannski svona nokkra mánuði en Árna Reyni leist bara alls ekkert á svona pælingar. Enda held ég að þetta sé alveg orðið ágætt í bili .
Pökkunin gengur vel - eða það held ég alla vega. Kemur í ljós á fimmtudagsmorguninn hversu vel hefur gengið.
Knús og kram,
Birgitta og co.
18.6.2008 | 21:13
Litlir kassar
og stórir og meðalstórir, langir og mjóir, flatir og breiðir, uppum alla veggi og útum öll gólf.
Ég er bara búin að vera nokkuð dugleg í niðurpökkun síðustu daga. Get ekki sagt að ég skemmti mér við þetta en það hjálpar að hafa iPodinn á eyrunum og góða tónlist í botni. Verst bara að Kara greyið þarf þá að hlusta á gaulið í mér en hún hefur ekki kvartað hingað til.
Hún tók samræmt próf í stærðfræði í gærmorgun og gekk bara vel. Nú situr hún við borðstofuborðið og lærir líffræði sem er næst á dagskránni. Prófið er á þriðjudaginn og er það síðasta þessa önnina - svo er hún komin í langþráð SUMARFRÍ.
Það var lítið um húllumhæ hérna í gær þó það væri 17. júní. Árni og Eva fóru með Íslandsderhúfurnar sínar í skólann í gær og fóru líka með 3 aukahúfur hvort til að gefa bestu vinunum. Það vakti mikla lukku . Í Miðskólanum var gert mikið úr því að þetta væri þjóðhátíðardagur Íslendinga og Árni Reynir fékk mikla athygli út á það. Í sumum tímunum var lítið lært heldur verið að spyrja um Ísland og kennarar í öðrum stofum að kíkja við og óska honum til hamingju með daginn.
Gaman gaman .
Krakkarnir eru ekki alveg sáttir við það að hugsa til vina sinna á Íslandi sem eru komin í frí og þau þurfa að vera í skólanum í viku í viðbót. Ég held að þau haldi að þau séu að missa af einhverju gríðarmiklu fjöri á hverjum einasta degi. Að vinirnir séu bara í stanslausri gleði og þau missi af því öllu saman og þurfa að hanga í skólanum í þokkabót. Ekki beint sanngjarnt!
Það styttist þó í að þau geti tekið þátt í gleðinni, vona bara að gleðin standi undir væntingum .
Knús og kram,
Birgitta og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2008 | 20:38
Niðursuða
Ég held ég hafi klárað úr bloggskálunum síðustu helgi, er alveg gjörsamlega andlaus þessa dagana. Enda kannski ekki skrítið þegar hitinn hefur verið að rokka þetta 30-39 gráður. Það er rétt að það skríði undir 30 gráðurnar þegar þrumuveðrin ganga yfir en það varir yfirleitt ekki lengi og svo er hitinn rokinn upp aftur.
Svo er einhver böggur í loftræstingunni á neðri hæðinni svo þar verður ansi heitt yfir miðjan daginn. Á efri hæðinni er aftur fínt að vera enda líklega þess vegna sem ég er búin að pakka mun meiru á þeirri hæð en hérna niðri. Er þó byrjuð, smá í hverju herbergi, frekar óskipulega en mjakast allt.
Kara er búin í skólanum og það voru frekar blendnar tilfinningar hjá henni greyinu þegar hún kom heim í gær, gaman að vera búin í skólanum en leiðinlegt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þessa krakka aftur - jafnvel aldrei aftur . Framundan hjá henni eru samræmd próf - stærðfræði á þriðjudaginn og svo Líffræði viku seinna. Þetta eru einu prófin sem hún tekur en þau eru bæði stór og þung svo það er ágætt að hún hafi nægan tíma til að læra.
Yngri systkinin fóru í dag og keyptu sér fyrir öll gjafakortin og aurinn sem þau fengu í afmælisgjafir. Mjög gaman að því að flestir hérna gefa gjafakort, þau fengu flest kortin í Barnes & Noble og svo fékk hún í Limited Too og hann í Best Buy. Það var virkilega gaman að fara með þeim og leyfa þeim að kaupa sér akkúrat það sem þau langaði enda komum við alveg klyfjuð heim.
Guðmundur er að skjótast í síðustu Íslandsferðina á morgun og kemur aftur á föstudaginn. Á meðan ætla ég að reyna að pakka niður sem mestu svo allt verði klárt fimmtudaginn 26. júní. Eldsnemma þann morgun mæta hingað flutningamenn sem munu skrúfa sundur og pakka saman öllu stóra dótinu okkar og hjálpa okkur svo við að koma því í gáminn þegar hann kemur hingað seinnipartinn. Vonandi gengur það mjög hratt og vel því trukkurinn má víst ekki setja gáminn niður heldur bíður bara hérna á meðan við hrúgum í sem gæti þýtt að gatan hérna fyrir framan teppist á meðan .
Þegar gámurinn er farinn förum við líka, ekki mikið hægt að gera hérna í tómu húsi. Kara heldur heim til mömmu sinnar þá um kvöldið og við skutlum henni á völlinn og höldum svo yfir á Long Island þar sem við hin ætlum að eyða nokkrum dögum í smá fríi.
Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að setja inn fréttir af okkur næstu dagana. Reyni samt að leyfa ykkur að fylgjast með þessum ægispennandi viðburðum sem framundan eru .
Knús og kram úr þrumum og eldingum,
Birgitta
8.6.2008 | 22:48
Annar í afmæli - 2
Og þá er það annar í afmæli hjá 'litlu' skottunni minni. Ég hef varla undan að blogga þessa afmælishelgi. Það verðu að segjast að það eru bæði kostir og gallar við að hafa svona stutt á milli afmæla - veislunum fjölgar og fjörið eykst með hverju árinu .
Hersingin mætti klukkan 14. Þrátt fyrir 36° hita vildu þær fara út að leika meðan þær biðu eftir að allar væru komnar og það var sko guðvelkomið.
Þegar allar voru komnar hrúguðum við þeim inn í stofu, á gólfið. Þar fengu þær að búa til og hanna sína eigin stuttermaboli. Við Eva Dröfn vorum búnar að kaupa málningu, penna og alls konar gerðir af bótum til að strauja á bolina og þetta var hrikalega gaman hjá þeim.
Eftir matarveislu var svo farið í alls konar leiki - Dance Revolution, epladans, út að leika svo eitthvað sé nefnt. Smá stelpnadrama verður líka að vera, er ekki 10 ára afmæli án þess .
Hitastigið hérna inni hefur örugglega farið vel upp í 30° þrátt fyrir loftkælingu, sérstaklega í mesta fjörinu, ég var farin að hafa áhyggjur af því að stelpurófurnar myndu hreinlega ofþorna og dældi í þær vökva og frostpinnum.
Afmælishelginni ógurlegu er semsagt lokið þetta árið, allir sáttir og ánægðir og glaðir og kátir. Ég er þakklátust fyrir það að ég á von á Maríunum mínum á þriðjudaginn og þarf því ekki að díla við nema mesta ruslið hérna .
Bestu þakkir til ykkar allra fyrir góðar gjafir og kveðjur.
Afmæliskveðjur til Ara Péturs frænda í Bretlandinu - vona að dagurinn hans hafi verið jafn frábær og Evu Drafnar .
Over and out,
Birgitta og co
Ps. Það eru semsagt 2 eða 3 afmælisblogg hér að neðan fyrir þá sem hafa áhuga. Verð líka að benda áhugasömum á myndbandið af strákunum í afmælisveislu Árna Reynis hérna til hliðar, hrikalega fyndið að heyra svona spjall á ensku (eða kannski ammrísku) .
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2008 | 14:21
Afmælisstelpa - með viðbót
Þessi litla prinsessa er orðin 10 ára! Hún benti mér svo skemmtilega á það um daginn að bráðum ætti ég engin börn með "one digit age" (já, málið er orðið svoldið enskuskotið).
Hún fékk auðvitað veislubreakfast eins og bróðirinn og var að vonum alsæl með hann. Svo réðist hún á pakka hrúguna og my oh my hvað það var gaman .
Planið í dag er að við mæðgurnar förum í bæinn - stóra bæinn. Þetta á að koma á óvart, litla skottan veit ekkert af þessu .
Í bænum ætlum við að fá okkur lunch saman og svo förum við að sjá Hairspray. Hvur veit nema við rekum nefið inn í svosem eins og eina búð eða tvær - svona girl thing . Ég set inn bæjarferðasöguna í kvöld - vonandi.
Bæjarferðin heppnaðist svona líka rosalega vel. Við tókum lestina saman bara tvær, fórum í Toys R Us, Build a Bear, Gap og einhverjar fleiri búðir. Hitinn var ógurlegur - 35° hiti eða meira - en við létum okkur hafa það að rölta um allt. Reyndar orðnar ansi sveittar og ruskulegar þegar við loksins komum í leikhúsið og þar sem Hairspray sögnleikurinn var sýndur. Söngleikurinn var alveg meiriháttar, rosalega skemmtileg tónlist og mikið fjör. Afmælisdagurinn endaði svo á Fridays í góðu stuði. Afmælisbarnið var alsælt með frábæran dag.
(Afmælisveislunni hans Árna Reynis er lýst hérna að neðan, það er svo mikið að gerast að bloggin bara hrúgast inn).
Knús,
Birgitta og co
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.6.2008 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2008 | 22:59
Annar í afmæli
Ég sit hérna núna svo gjörsamlega búin á því að ég hef bara sjaldan vitað annað eins.
Hér var að ljúka "The best party of the year - so far" .
Hérna komu 12 stykki stráklingar á aldrinum 11 - 12 ára og herre gud ég hef sjaldan vitað annað eins. Lætin byrjuðu bara um leið og þeir gengu inn um dyrnar! Voru varla búnir að henda af sér skólatöskunum þegar allt fór á full swing.
Mér tókst að fá þá til að setjast til borðs og rífa í sig smá mat. Þeir voru nú ekki eins hrifnir af do it yourself kökunum mínum eins og krakkarnir á Íslandi, voru meira í að borða bara skrautið og kremin sér og kökurnar þurrar en ístertan frá Carvel vakti lukku sem og íslenska nammið sem var á boðstólnum.
Þegar þeir nenntu ekki átinu lengur (svona 5 mín seinna) þá ruku þeir allir út í VATNSBYSSUSTRÍÐ!!!
Þeir höfðu aldrei prófað þetta áður og þetta féll sko alveg akkúrat í kramið. Það ómaði allt hérna í hrópum og köllum og hlátrasköllum og öskrum og gleðilátum. Í þessu entust þér í hátt í 2 tíma - ótrúlegt en satt! - en þá fengu þeir líka alveg nóg og enduðu partýið í bíó í stofunni. Svo eins og vill verða þá voru nokkrar eftirlegukindur sem fóru klukkutíma of seint en það er bara gaman.
Núna klukkutíma eftir að síðustu gestir fóru er ég að verða búin að koma húsinu aftur í eðlilegt horf. Reyndar eru hérna nokkrir blautir sokkar, einn stuttermabolur í óskilum og handklæði en því verður skilað í skólann á mánudaginn.
Fleiri myndir í Júníalbúminu.
Á morgun koma svo fréttir af næsta afmælisdegi og svo er annar í því afmæli á sunnudaginn.
(og ég ætlaði að byrja að pakka á mánudaginn, getur bara vel verið að ég taki hann í að hlaða batteríin).
Knús,
B og co
3.6.2008 | 14:04
Afmælisstrákur
Þessi strákalingur vaknaði við afmælissöng í morgun. Hann var örlítið vankaður enda ekki á hverjum degi sem maður nær þeim áfanga að verða 12 ára gamall .
Þegar hann kom niður beið hans alvöru amerísk morgunverðarveisla - skrömbluð egg, beikon, pönnukökur og nýkreistur ávaxtasafi. Hann varð nú ekki leiður yfir því matmaðurinn minn mikli.
Hann ákvað að kíkja örlítið á pakka áður en hann fór í skólann, náði að opna fjögur stykki.
Fyrstur var pakkinn frá besta vininum. Hann geymdi hvorki meira né minna en aur ooooog fullt af nammi. Og ekki bara eitthvert nammi heldur lakkrís! Eitthvað sem er nánast ófáanlegt hérna - það sem þeir kalla lakkrís hérna úti er bara eitthvað ógeð. Ekki hægt annað en að gleðjast yfir því . Það fyrsta sem hann gerði var að fara með lakkrísinn eitthvert upp og fela hann fyrir pabba sínum - lakkrís á það nefnilega til að hverfa eins og dögg fyrir sólu ef Undri er nálægt.
Hann opnaði svo pakkana frá systrum sínum. Þær gáfu honum tölvuleiki og bækur, eitthvað sem vakti mikla lukku. Síðasti pakkinn sem hann náði svo fyrir skólabrottför var dularfullur pakki frá leynivininum hans. Í honum var þessi ofursúpermegakúl derhúfa. Hann reyndi að hafa hana undir hjálminum á leiðinni í skólann en það gekk ekki svo hún fór bara í töskuna.
Þegar hann kemur heim ætlar hann svo að opna restina af pökkunum og við ætlum út að borða á uppáhaldsveitingastaðinn hans Thai House hérna í Ardsley.
Knús til allra og þakkir fyrir allar gjafirnar.
Kveðja,
Birgitta og co