Mín kenning

Oprah hefur verið orðuð við forsetastólinn, það hafa m.a.s. verið gerðar kannanir sem sýna að ansi margir myndu kjósa hana ef hún byði sig fram.

Þegar ég heyrði að hún styddi Obama fór ég að hugsa hvers vegna hún styddi ekki frekar Hillary, þar sem Oprah hefur rætt mikið um réttindi kvenna.

Þá hvarflaði að mér að það væri ansi stórt stökk fyrir t.d. hvítan mið- eða suðurríkjamann að kjósa svarta konu sem forseta ef Oprah byði sig fram.
Ég held að það sé styttra stökk frá svörtum karlmanni í svarta konu en frá hvítri konu í svarta konu. Þannig að ef Obama ynni kosningarnar í ár væri hann búinn að undirbúa jarðveginn fyrir Opruh fyrir næstu eða þarnæstu kosningar.
Ef Oprah hefur yfir höfuð áhuga á forsetastólnum þá gæti þetta verið útpælt skref í þá átt.

Svo getur lika bara verið að ég sé með alltof auðugt ímyndunarafl og alltof mikinn tíma Wink.

Þar til næst...

B


mbl.is Oprah slæst í för með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband