Sumarprógrammið

Búin að sitja sveitt við að bóka börnin í sumarbúðir og námskeið, ekki af því að það þurfi að koma þeim fyrir heldur vegna þess að þau langar svoooo til þess. Hann fer í Vatnaskóg með bekkjarfélögum og hún í Vindáshlíð með bestu frænkunni (Helena mín, þú ert of gömul fyrir Vindáshlíð, annars hefði hún pottþétt viljað fara með þér Kissing).
Svo ætla þau að skella sér á námskeið hjá TBR, fóru í fyrrasumar og fannst alveg meiriháttar. Held kannski að mesta sportið hafi verið að fá að fara þangað í strætó - ein - en þau hafa mjög gaman af badminton svo það verður bara fjör.

Það vantar eiginlega alveg svona sumarnámskeið fyrir þreyttar húsmæður og/eða nemendur. Dagskráin í Vindáshlíð gæti t.d. alveg hentað - með smá lagfæringum:

10:40  Brennókeppni milli herbergja, íþróttir, frjáls tími
12:30  Matur
           Val tími
15:30  Kaffi
           Undirbúningur fyrir kvöldvökur, brennókeppni, íþróttir, frjáls tími
18:45  Kvöldmatur
           Frjálstími
20:15  Kvöldvaka
           Kvöldkaffi

Inn á milli mætti bæta nuddi, hand- og fótsnyrtingu, andlitsbaði, yoga, skemmtilegri fræðslu, vínsmökkun, sjálfstyrkingu og mörgu fleiru.
Ég væri sko alveg til í þannig viku!

Birgitta


Húsaskoðun í Amríkunni

Þá er maður kominn heim eftir maraþonferð í húsaskoðun.
Við skoðuðum 10 hús á ca 5 tímum, hvert þeirra með a.m.k. 4 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum, formal og informal dining rooms, eldhúsum, kjallörum, bílskúrum og sum með walk in closet í hverju herbergi, háaloftum, leikherbergjum og ég veit ekki hverju.
Nokkur gátum við útilokað strax eins og húsið sem við köllum psychadelic húsið Wink. Það var vægast sagt ótrúlegt! Teppin voru  rauð, svört og drapplituð, veggfóðrið, rautt, svart, gyllt, silfurlitað, hvítt og grænt og baðherbergin OMG! Húsið var eins og beint útúr Austin Powers mynd. Eini plúsinn var að það var með sundlaug og poolhouse Tounge en sá plús var ekki nógu stór til að dekka alla mínusana. Annað hús gátum við strækað á strax og það var ca 500 fermetra villa. Það var akkúrat ekkert að því húsi - risastór herbergi og hjónaherbergið með 2 walk in closets + his and hers baðherbergjum - en verðið var auðvitað eftir því.

Restin kom bara ágætlega til greina. Allt mjög hugguleg og fín hús. Nema hvað ég fékk svona míní breikdán þegar við vorum búin að skoða þetta allt saman. Gat ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að flytja út Frown. Sá mig ekki í anda sem ameríska húsfrú.
Við ræddum málin fram og til baka og endum líklega á að leigja bara húsið okkar hérna heima, ekki selja það. Það róaði mitt litla sálartetur, ég held ég þurfi að hafa eitthvað akkeri hérna heima til þess að ég sé tilbúin í svona ævintýri - sálartetrið mitt er sko ekki stórt Blush.

Húsið sem við erum hrifnust af er reyndar ekki með sundlaug en það hefur allt annað sem við vorum að leita að. Oooog það er ekki með teppi á öllum svefnherbergjum! Ótrúlegt alveg hvað öll svefnherbergi eru teppalögð þarna úti og reyndar stundum bara ALLT teppalagt - m.a.s. baðherbergin.

Hús1eldhús prinsessuherbergiðstofa prinsaherbergið

Nú þurfum við bara að hafa samband við hana Susan fasteignamiðlara og athuga smáatriðin eins og að gera tilboð, afhendingartíma og þ.h.

Læt vita hvernig gengur.

Birgitta


Sveitasæla og ferðalög

Fórum í sveitasæluna í Hálsakoti sl. sunnudag.Árni
Gengum á Búrfell í blíðunni, afinn og sponsið fóru hæst, amman aðeins styttra en við frumburðurinn lögðum ekki í mesta brattann heldur lögðumst í mosann og drukkum í okkur útsýnið.
Fundum marga fjársjóði á leiðinni niður, steina með gullkornum, steina með áður óþekktum málmum, hníf steinaldarmanns og sitthvað fleira. Bíllinn hans afa hlaut það fína nafn Herkúles og stóð svo sannarlega undir nafni Smile.Spons Eva Dröfn fann þennan fína fimleikavöll og æfði sig fyrir vorsýningu Fylkis.

 

Við enduðum svo ævintýrið í Hálsakoti með matarveislu, alveg magnað hvað grillaður humar bragðast vel - sérstaklega þegar maður borðar hann úti Tounge.

Framundan eru svo langferðir hjá okkur.
Krakkarnir fara til Helenu frænku á föstudaginn - ætla að fara í Tívolí og Legoland og ToysRUs og gaman gaman. Á meðan fer ég í hina áttina, til New York að skoða hús með pabbanum. Vona bara að öll þessi hús og hverfi sem ég er búin að finna á netinu líti jafnvel út í návígi og best væri auðvitað ef okkur tækist að finna Húsið okkar.

Læt vita hvernig gengur.

Birgitta


Flutningafréttir og fleira

Er að melta með mér að gera þetta að fréttasíðu fjölskyldunnar - er ekki viss samt hvort ég nenni að halda úti 2 bloggum.

Sjáum til...

B


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband