Haustið komið

Það má segja að haustið sé komið - eða að það skelli á í næstu viku.

Þá byrja nefnilega flestar tómstundir barnanna og my oh my það verður nóg að gera! Ég sé ekki fram á að sjá börnin bæði í einu nema kannski á laugardögum - sem verður eini frídagurinn í vetur. Ofan á þetta bætist auðvitað heimanám þeirra og mitt eigið og staðlotur og vettvangsnám hjá mér svo ég veit eiginlega ekki alveg hvenær við ætlum að chilla fjölskyldan Wink. Ég er alla vega búin að sjá að ég er ekkert minni soccermum hérna heima en ég var í NY.

tómstundir

Við finnum þó örugglega eitthvað útúr því eins og alltaf.

Ég ætla alla vega að njóta þessarar síðustu chill-viku minnar áður en alvöru alvaran hefst hjá mér nk. mánudag.

Knús,
Birgitta og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband