Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Haustið komið

Það má segja að haustið sé komið - eða að það skelli á í næstu viku.

Þá byrja nefnilega flestar tómstundir barnanna og my oh my það verður nóg að gera! Ég sé ekki fram á að sjá börnin bæði í einu nema kannski á laugardögum - sem verður eini frídagurinn í vetur. Ofan á þetta bætist auðvitað heimanám þeirra og mitt eigið og staðlotur og vettvangsnám hjá mér svo ég veit eiginlega ekki alveg hvenær við ætlum að chilla fjölskyldan Wink. Ég er alla vega búin að sjá að ég er ekkert minni soccermum hérna heima en ég var í NY.

tómstundir

Við finnum þó örugglega eitthvað útúr því eins og alltaf.

Ég ætla alla vega að njóta þessarar síðustu chill-viku minnar áður en alvöru alvaran hefst hjá mér nk. mánudag.

Knús,
Birgitta og co


Uppgjör

Ég var spurð að því um daginn hvort ég saknaði ekki New York. Ákvað að svara því ekkert strax, spá ekkert í það fyrr en hlutirnir væru komnir í eðlilegt horf hérna heima og allt komið á eðlilegt ról.

Og núna get ég alveg sagt að það er slatti sem ég sakna.

Ég sakna þess að fá skemmtilegar heimsóknir í marga daga þar sem maður getur verið að dandalast í búðum, börum og veitingastöðum og hafa það gaman og gott. Ég held að það sé lítill séns á slíkum heimsóknum hingað í B12.

Ég sakna allra búðanna minna. Bæði matvöruverslananna, með öllum nýju og fersku ávöxtunum og hrikalega flotta úrvalinu, og auðvitað allra hinna búðanna líka.

Ég sakna þess að geta ekki skotist niður á Manhattan í dagsferð - Reykjavík er fín en ekki alveg jafn stórfengleg Wink

Ég sakna ruslakallanna minna Smile. Þeir komu 2svar í viku og tóku rusl og einu sinni í viku komu þeir og tóku pappa og/eða plast. Semsagt mjööög auðvelt að endurvinna.

Ég sakna líka útsýnisins af veröndinni. Það breyttist á nokkurra vikna fresti og var alltaf jafn fallegt:
Verönd2verönd3

Vona að það sé hægt að smella á myndirnar og stækka þær þannig að þetta sjáist betur. (og já, þetta er ég að dunda mér við í sumarfríinu af því að ég hef EKKERT betra að gera Tounge).


Og síðast en ekki síst sakna ég Maríanna minna á þriðjudagsmorgnum, syngjandi og trallandi, skúrandi og skrúbbandi. Það er ekki séns að ég nái að búa jafn vel um rúmin og þær - sama hvað ég reyni.

Það sem vegur samt upp á móti þessu öllu saman er hvað börnin mín eru frjáls og ánægð hérna heima. Þau eru valsandi um allan Árbæinn með vinum sínum, skjótast í sund, í hjólatúra eða bara heimsóknir, án þess að ég þurfi að bóka slíkt með 2ja vikna fyrirvara og án þess að ég sé með hjartað í buxunum af áhyggjum.
(Svo er líka miklu auðveldara að gefa þeim að borða hérna Wink).

Knús í kotin,
Birgitta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband