Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Ekkert að frétta

af okkur á Krossgötunni.

Ég er aðeins farin að moka útúr skápum og henda í kassa, ekkert alvarlegt þó. Nenni varla að byrja á fullu alveg strax og búa svo innan um pappakassa í 3-4 vikur.

Allir hressir, nóg að gera í skólunum hjá krökkunum. Kara er komin með próftöflu því hún tekur lokapróf í nokkrum fögum, líklega þó bara 2.
Árni er að klára ýmiss verkefni sem á að skila fyrir skólalok.
Lítil breyting hjá Evu Dröfn, bara mikið fjör og gaman.

Ég er komin með allar einkunnir, er virkilega ánægð með þær - 8.5, 9, 9.5 og 9.5 - bara nokkuð flott hjá gömlunni held ég Joyful.

Og já, ég er komin í sama gírinn og krakkarnir, farin að telja niður dagana í brottflutning Whistling, ætti að vera teljari hérna til hliðar.

Knús og kram,
Birgitta og co

Ps. Bestu þakkir kæru tengdaforeldrar fyrir myndirnar, þótti nú myndirnar af ykkur tveimur langskemmtilegastar, þið eruð algjört æði Kissing.


Tívolí og fleira

DSC03498Fyrir 2 vikum síðan var tívolí í Ashford Park (hérna úti á horni) til styrktar slökkviliðinu hérna í bænum. Ég fór með Evu Dröfn og Lísu vinkonu hennar og það var vægast sagt dúndurfjör! DSC03499

Árni hafði ekki áhuga á að koma með, hann hefur ekkert gaman af svona tækjum - ætli hann hafi ekki vantað ömmuna og afann í H29 Wink. Hann var reyndar ekkert að hanga á meðan heldur að leika við Chris vin sinn, inni og úti.

DSC03539DSC03495Þeir hafa sama áhugann á Star Wars og náðu virkilega vel saman. Komst að því að hann Árni minn hefur aðeins verið að halda vinunum í vissri fjarlægð, svo það verði ekki of erfitt að kveðja þá þegar við förum. Það þýðir samt ekkert að hugsa þannig, enda sá hann það fljótt að það er mikið skemmtilegra að hafa einhvern að leika við Smile. DSC03585
Deginum í dag var svo eytt í að eyða tíma. Það var opið hús hérna að Krossgötu 11 svo við þurftum að forða okkur eitthvað út. Við fundum fínan garð hérna nokkru norðar þar sem strákarnir flugu flugvél og við stelpurnar lágum í sólbaði.
Þegar við fengum nóg af því brunuðum við niður á Manhattan og kíktum í FAO Schwartz. Hún var nú ekki eins geðveik og ég átti von á - nema risapíanóið, það var alveg magnað. Enda er það komið efst á óskalista Evu Drafnar (kostar ekki nema 250.000.... Dollara! Shocking).

 

DSC03587Mest lítið að frétta héðan, held ég byrji bara í niðurpökkun í næstu viku. Ætla samt að reyna að draga það sem lengst svo krakkarnir verði ekki bara í því að bíða eftir heimferðinni.

Ætla að reyna að hlaða inn myndbandi af vortónleikum Concord Road Elementary School þar sem Eva Dröfn söng með hinum 4ðu bekkingunum. Er svoooo stolt af því að hún fór í áheyrnarprufu fyrir einsöngsatriði - sem hún fékk reyndar ekki en bara að fara í prufuna er sko afrek í mínum bókum!

Knús og kram,

Birgitta og co.

 


All American Day

Í gær héldum við af stað snemma morguns niður á Manhattan. Þar hittum við Jim sem vinnur hjá Leikhússmógúlnum og Stephanie konuna hans í Battery Park þar sem við fórum um borð í ferju sem siglir út að Frelsisstyttunni og á Ellis Island.

Nálgumst frelsisstyttuna Þetta er örstutt sigling - ca 25 mín - og ofsalega gaman að horfa yfir til Manhattan frá ferjunni. DSC03543Veðrið hefði nú alveg getað verið betra við okkur, það var mjög þungbúið framan af og fór svo að hellirigna. Við sluppum samt við mestu dembuna, náðum að skoða styttuna frægu í þurru.

Bannað að kitlaDSC03567

 

 

 

 

 

 

 

 

Pabbi og JimEva Dröfn með Jim og StephanieVið sigldum svo áfram með ferjunni að Ellis Island og fórum í innflytjendasafnið þar. Það var mjög magnað að standa þarna inni í salnum þar sem innflytjendurnir þurftu að fara gegnum alls kyns skoðanir og vottanir til þess að fá að komast inn í fyrirheitna landið. Krakkarnir eru öll búin að læra heilmikið um þetta í enskutímunum sínum (fyrir útlendinga) og gátu frætt okkur Undra um ýmislegt. Með fjársjóðinn minn

Svo gaman að því að í þessum enskutímum er gert svo miklu meira en að fara í tungumálið. Góður tími fer líka í að siði og venjur og menninguna hérna í Ameríku. Þau hafa fengið umfjöllun um alla hátíðisdagana sem hafa verið þetta skólaár, hvers vegna þeir eru haldnir hátíðlegir og hvaða venjur og siðir tengjast þeim. Kennarinn hennar Evu Drafnar kom t.d. með pumpkin pie fyrir Halloween og eitthvað annað fyrir Thanks giving (man ekkert hvað það var Tounge) o.s.frv.

En þetta var smá útúrdúr. Við sigldum sem sagt þarna um og skoðuðum og fengum ameríska historíu beint í æð. Mjög gaman að sjá þetta stóra kennileiti, Frelsisstyttuna, svona up close and personal. Síðast þegar ég sá hana var í skrímslamyndinni Cloverfield þar sem hausinn á henni kom rúllandi inn í miðja Manhattan. Hlógum einmitt að því hvað það er skondið að allar geimverur og öll stóru skrímslin lenda alltaf í þessari borg - ég er dauðfegin að þau eru ekkert í að rústa Reykjavík Wink.

Við enduðum svo ferðina á Fridays - gerist varla amerískara - þar sem við gúffuðum í okkur gúmmelaði með öllu. Á matseðlinum þeirra er búið að setja kaloríufjölda við hverja máltíð Woundering. Það eykur nú ekki beint á matarlistina að sjá að rétturinn sem maður hafði hugsað sér að panta inniheldur 1500 kaloríur - ónei! Stephanie hélt að það væri komið í lög að setja kaloríufjöldann á alla matseðla - verð nú að segja að það tekur aðeins fönnið úr því að fara út að borða Wink. Enda endaði maður á að fá sér 390 kaloría pasta og 600 kaloría eftirétt Tounge.

Við ormarnir skutluðum svo Ferðalanginum á flugvöllinn, hann var að fara í 'vinnuna' til Íslands og kemur aftur hingað á fimmtudag.

Svona að lokum - ég er búin að sjá að ég verð að kynna ykkur stuðningsliðið mitt almennilega, held barasta að ég bjóði ykkur í kaffi í haust svo þið getið nú spjallað um mig augliti til auglitis Kissing.

Fleiri myndir í þessu albúmi.

Knús og kram,
Birgitta


Mörtuheimsókn

Við Marta ákváðum að þyrftum nauðsynlega á að halda húsmæðra- og lærdómsferð á Manhattan. Ég stakk því af um miðjan síðasta sunnudag, tékkaði okkur inn á hótel, settist með Löbbuna í fangið upp í rúm, lærði og beið eftir Mörtu.

Það virðist ekki ætla að ganga áfallalaust hjá henni að komast hingað, núna var seinkun og kraðak dauðans við immigration, bið eftir leigubíl og ég veit ekki hvað. Til að toppa þetta allt saman virkaði síminn hennar ekki svo ég hafði ekki hugmynd um hvað tefði hana svona og var komin á fremsta hlunn með að hringja ... eitthvert ...  þegar hún loksins birtist að verða 22.

 DSC03491Það verður að viðurkennast að við vorum ekkert alltof duglegar að læra en þeim mun duglegri að versla. Við tókum okkur líka dekurdag þar sem við fórum í facial, mani- og pedicure hjá Mario Badescu - alveg geggjað! Fórum svo út að borða á Nobu, japönskum veitingastað sem er víst á 3 stöðum í NY. Við fórum á staðinn í Tribeca og ég hef nú sjaldan borðað eins mikið af bragðgóðum og öðru vísi mat.

Það fór eitthvað lítið fyrir lærdómi í Manhattan enda útiloka 'lærdómur' og 'Manhattan' eiginlega hvort annað. Við ákváðum því að kíkja betur á Sjón og hans ritverk hérna á Krossgötunni og njóta þess bara að vera í smá kellufríi. Komum hingað á þriðjudagskvöldinu, nokkuð vel klyfjaðar og kátar. Hérna sést Marta með afrakstur Manhattan ferðarinnar Wink.

Á miðvikudeginum ætluðum við að vera voðalega duglegar að læra en eitthvað fór nú lítið fyrir því, það voru nokkrar búðir sem við þurftum nauðsynlega að kíkja aaaaaaðeins í hérna í hverfinu. Svo kom Óli Mörtu um kvöldið og þá gátum við auðvitað ekki eytt kvöldinu í lærdóm heldur spiluðum og kjöftuðum eitthvað frameftir.
Það var því með ofurmannlegu átaki á fimmtudeginum sem við rumpuðum saman 35% ritgerð og svei mér þá ef hún er ekki bara nokkuð góð Joyful - það verður samt að koma í ljós síðar í sömu sögu.

Ég kvaddi Mörtu svo á lestarstöðinni seint um kvöld (voðalega rómantískt) og hún fór að hitta kallinn sinn niðrí bæ.

Fátt annað fréttnæmt héðan í bili,
knús og kossar í öll kot, Birgitta


Danssýningin

Eins og þið vitið tók Eva Dröfn þátt í lokasýningu dansskólans síns síðustu helgi. Hún sýndi með hópnum sínum bæði laugardag og sunnudag.
Við fjölskyldan fórum að sjá hana á frumsýningardeginum og mikið ofsalega var þetta frábært, æðislegt og meiriháttar. Vildi bara óska að ég hefði mátt vera með vídeóvélina eða myndavélina. Ég pantaði samt myndbandsupptöku af sýningunni þannig að þeir sem vilja geta komið í heimsókn og fengið að kíkja Wink.

P1000632Ég mátti samt vera með myndavélina á general prufunni svo að þið getið aðeins fengið að sjá hvað þær voru flottar. Eva Dröfn er lengst til hægri, hún er elst í hópnum þó hann eigi að vera fyrir 9 - 12 ára, P1000636hinar eru held ég allar árinu yngri en hún. Í hópunum sem tóku þátt í sömu sýningu og Evu hópur voru allir á aldrinum 6-12 ára, yngri krakkarnir voru fyrr um morguninn og eldri um kvöldið. Ég er ekki frá því að hennar hópur hafi verið flottastur, þær brostu allar svo fallega og voru með sporin sín á hreinu en það er örugglega 50% mömmumontrassinn sem talar þar Tounge.P1000639 Þetta var alla vega geggjað.

Ég er svo stolt af henni að taka þátt í einhverju svona, það er sko meira en að segja það að fara upp á svið fyrir framan nokkur hundruð manns og dansa svona - guð veit að ég er ekki á leiðinni að gera það í bráð.

P1000643Það eru nokkrar fleiri myndir í Maí-albúminu ef ykkur langar að kíkja.

Ég blogga meira seinna, þetta er nóg í bili Joyful.

Knús,

Birgitta

 


Úti í blíðunni

Algjör bongóblíða búin að vera hérna alla vikuna. Tókst loksins að lokka börnin með mér út í göngutúr í gær og svo á teppi í garðinn í dag. Skil ekki alveg af hverju það er svona mikið meira spennandi að fara út ef maður fær teppi með sér - en einhverra hluta vegna er það málið.

DSC03464Reyndar hundleiðinlegt að þegar krakkarnir koma úr skólanum þá er sólin farin úr bakgarðinum. Þau þurftu því að vera fyrir framan hús. Það mætti alveg setja grindverk eða limgerði eða eitthvað til að loka garðinn frá götunni en það bíður væntanlega næstu eigenda hússins. DSC03467

Árni vildi endilega taka tölvuspilið með sér út en sökum sólar var erfitt að sjá á skjáinn. Hann fann útúr því en hefði svosem alveg eins getað verið inni Cool.DSC03462

Getur einhver sagt mér hvaða fuglategund þetta er? Sá hann á vappinu í garðinum og datt fyrst í hug að storkurinn væri kominn, hefði nú fengið svoldið mikið sjokk ef hann hefði komið færandi... goggi.
Allar myndir sem ég finn af storkum eru samt ekkert líkar þessum svo þetta hlýtur að vera eitthvað annað - anyone?

Annars er ég föst inni yfir bókmenntum allan liðlangan daginn, verð nú að segja að ég hlakka til að geta snúið mér að einhverju öðru, einhverju sem ég vel mér alveg sjálf og þarf ekki að kryfja í öreindir Wink.

Knús í öll kot,

Birgitta


Jazzdrottning

Eva Dröfn mun taka þátt í danssýningu Central Park Dance næstu helgi. Þessi vika er undirlögð í æfingar og generalprufur og svo eru sýningar á laugardag og sunnudag.

Ég fæ ekki að taka neinar myndir á sýningunni svo ég smellti nokkrum af henni þar sem hún var á leiðinni á æfingu, komin í dressið og rosa kát.

DSC03450   DSC03456   DSC03454

Birgitta


Veðurmont

 

Langar bara aðeins að monta mig á veðrinu hérna, glampandi sól, 23° hiti og blííííííða Cool

DSC03437

Knús,

 


Matarboð í gær

DSC03418Svosem ekkert merkilegt við það. Nema við vorum hjá Judith og Monte sem komu hingað síðasta vetur, þessi sem áttu strákinn sem hljóp öskrandi hérna um allt hús heila kvöldstund Wink.
Hann var sko ekki búinn að gleyma skemmtilegu krökkunum sem nenntu að hlaupa gargandi með honum í nokkra klukkutíma og beið spenntur eftir komu okkar.
Börnin tóku svo til við að hlaupa og garga og öskra og æpa um allt hús næstu 5 tímana. Sem betur fer er húsið mjög stórt með risa kjallara og háalofti og alles svo við foreldrarnir gátum spjallað og snætt og spjallað án teljandi truflana.
Nema þegar eitthvert okkar þurfti að breyta sér í skrímslið sem átti að elta þau svo þau gætu hlaupið argandi um allt hús. Sem betur fer voru þau nokkuð sanngjörn svo það hlutverkið dreifðist jafnt á alla foreldra (nema Gumma, hann var ekki nógu ógurlegur að sögn litla mannsins sem öllu stjórnaði).

DSC03423Kjallarinn er algjör ævintýraheimur. Monte er listamaður og málar og teiknar mjög sérstakar myndir. Þessi mynd er t.d. tekin inni í einu herberginu í kjallaranum. Hinir veggirnir í herberginu eru ekki fullkláraðir en munu verða í þessum dúr.

Virkilega skemmtilegar og öðru vísi myndir, við fengum eina í kveðjugjöf sem þið fáið að sjá hjá okkur síðar í sömu sögu.

Ég ætla að halda áfram krufninu minni á Sjón og Þorgrími Þráinssyni Wink. Reyni að vera duglegri að setja inn fréttir - um leið og þær gerast!

Knús á alla,

Birgitta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband