Á ferð og flugi

Flórídaferðinni lauk á sama spaninu og hún byrjaði.

EvaÁrni Reynir
Við fórum meira á ströndina, aftur í Universal, í Wet'nWild, GoKart og örugglega eitthvað meira en það. Við sáum La Nouba hjá Cirque Soleil sem er rosalega flott sýning, mæli með henni ef þið eruð í Disney World.

Við mælum alveg eindregið með húsinu sem við gistum í - Windsor Hills Royal Ascot - 5 svefnherbergi, 5 baðherbergi, sundlaug og allur pakkinn. Alls ekki dýrt og mjög stutt frá öllu skemmtilegu.

Flórída - N-CarolinaHeimferðin gekk ljómandi vel, svo skrítið hvað hún virkaði styttri en ferðin niðreftir en það getur varla verið. N-Carolina - heimVið lentum í hundleiðinlegu veðri á fyrsta leggnum, mikil rigning og rok, en vorum svo heppin að veðrið var búið þegar við lögðum í seinni legginn því þá var ofankoman orðin að snjó eða slyddu.
Þrátt fyrir gott ferðagengi þá var það ansi þreytt og lúin fjölskylda sem kom að Krossgötunni seint að kvöldi 23.febrúar.

Fyrir utan dyrnar biðu okkar 10-11 bögglar og troðfullur póstkassi. Einhverjir (nefni engin nöfn Whistling) höfðu verið duglegir að senda til okkar alls kyns dót sem ég ferjaði svo til Íslands.

Ég fór nefnilega beint í staðlotu á sunnudeginum. Fékk rétt tæpan sólarhring til að pakka upp og þvo eftir Flórídaferðina og hentist svo af stað.
Ég kom alveg ótrúlega miklu í verk í staðlotunni, skilaði verkefnum, fór í matarboð og út að borða, hitti nýbakaðan prins, fór á bókamarkað og ég veit ekki hvað Smile. Ég verð samt að viðurkenna að það er gott að vera komin heim í rútínuna aftur.

Undramundur er svo á leiðinni til Íslands á morgun og við vorum að ákveða að í staðinn fyrir að fara til Vegas í vorfríinu ætlum við öll að koma í vikuferð til Íslands Tounge. Það eru allir mun spenntari fyrir því en meira Ameríkuflakki. Við sjáum ykkur því vonandi sem flest í apríllok.

Á ferðalagiÆtla að ljúka þessu með þessari mynd. Þetta sáum við mjög mikið á leiðinni til Flórída, fólk á svona motorhomes með venjulegan bíl í eftirdragi. Þessi var samt heldur stórtækari því hann er með einhvers konar golfbíl eða eitthvað á pallinum á bílnum sem þau drógu á eftir sér. Þessi var (minnir mig) með númeraplötur frá Quebec svo þau hafa farið ansi langa leið.

Knús og kram í öll kot,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband