Evu Drafnar blogg

Það er allt með kyrrum kjörum á Krossgötunni (fyrir utan forheimsku og fuglagarg Wink).

Eva Dröfn var í samræmdu prófi í stærðfræði í síðustu viku - miðviku-, fimmtu- og föstudag og rúllaði því auðvitað upp eins og öllu öðru.
Við fengum túlk frá sendiráðinu til að vera henni innan handar í prófinu þannig að ég fékk fréttir eftir hvert próf. Hún stóð sig eins og ofurhetja, túlkurinn vissi um eina villu á fyrsta prófinu og eina eða tvær á næsta og enga á því síðasta! Ég er auðvitað alveg að springa úr stolti og monti og öllu því, hlakka til þegar hún fær einkunnir og sjá þetta svart á hvítu.

Það er aldeilis að við Undri rötuðum á rétta jólagjöf handa litlu skottunni. Hún fékk hljómborð sem er svo sniðugt að því fylgdi kennsluforrit. Hún situr því löngum stundum og æfir sig á píanó. Hún er farin að nota báðar hendur og orðin nokkur klár, eins og sést (vonandi) hér að neðan.

Einu áhyggjurnar sem mamman hefur er að hún sé með ranga fingrasetningu og sé að læra eitthvað sem gæti orðið erfitt að aflæra en það verður bara að koma í ljós. Stefnan er alla vega á píanónám í haust Smile. Það er annað myndband með píanóspili hérna til hliðar (undir nýjustu myndböndin) fyrir þá sem hafa áhuga.

Eva og AshnaHún hrúgar að sér vinkonum þessa dagana. Er samt mest með Öshnu frá Indlandi. Svona eru þær rosalega stilltar og prúðar til að byrja með (eins og hérna til vinstri) en svo þegar þær eru búnar að leika í svona klukkutíma þá hefur heldur betur færst fjör í leikinn og þær líta einhvern veginn svona út:Argintætur

Þær eru nefnilega svipað miklar skottur, báðar frekar háværar og til í stuð og fjör. Þegar maður býr í svona stóru húsi er það allt í lagi, hinir fjölskyldumeðlimirnir geta alltaf forðað sér í aðra álmu ef hávaðinn er orðinn yfirgnæfandi (verst bara hvað það hljóðbært gegnum pappaveggina en það verður að hafa það).

Núna er hún á playdate með annarri stelpu sem er frekar róleg en þær ná samt mjög vel saman. Vona að sú stelpa (Gaby) hafi áhrif á Evu Dröfn frekar en öfugt... svona svo þær fái að hittast aftur (nei, segi nú bara svona Tounge).

Hún er á fullu þessa dagana að skipuleggja hvað á að gera í afmælinu hennar, hvað á að borða, hvaða leiki, hvaða tónlist og allt það - ekki nema 3 mánuðir í afmæli svo það er ekki seinna vænna Sideways.

Allir aðrir hressir og kátir, Undri nýkomin frá Íslandi, á leiðinni til Mexíkó og svo aftur til Íslands og Bretlands í næstu viku.

Knús í öll kot,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, hún er ekkert smá flott á hljómborðinu daman!! Held að mamman þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, stelpa sem er svona snögg að tileinka sér eitthvað nýtt á ekki eftir að eiga í erfiðleikum með að taka tilsögn heldur.
Ekki bara píanónám, píanó líka...

Marta (píanókennari með meiru) (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:13

2 identicon

...já svo þekki ég aðra Evu sem byrjar líka alltaf að plana afmælið sitt með minnst þriggja mánaða fyrirvara.

Marta (sú sama já) (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:15

3 identicon

Go girl!

Andrea keypti einmitt píanóbækur úr High School Musical til að læra - kannski þær tvímenni bara við píanóið þegar heim er komið?

Edda (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 08:32

4 identicon

Jiiii hún er ekkert smá góð skvísan!!! Vorum bara síðast um jólin að prufa píanóið heima og þá var gamli nói allt sem við gátum spilað hehehe
vonandi bara að hún erfi sömu fingralengd og ég.. þá gæti þetta orðið vandamál hehe
Hlakka til að sjá ykkur í apríl

Love you

Helena pelena pú (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:52

5 identicon

Hæhæ

Flott að heyra að allt gangi vel í Ameríkunni. Bið kærlega að heilsa öllum. Knús og kossar
María

Maria Rebekka (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband