20.3.2008 | 12:43
Framundan
Ég er eitthvað óskaplega andlaus þessa dagana.
Undri er byrjaður aftur á þvælingnum, í stað þess að við bíðum eftir honum heim frá NY bíðum við núna eftir honum heim frá Íslandi, frekar skondið hvernig þetta hefur snúist við allt saman.
Á morgun stefnum við á skíði á Windham Mountain sem er í 2-3 tíma fjarlægð. Ætlum að gista eina nótt og skíða föstudag og laugardag.
Krakkarnir eru í skólanum í dag, hérna er bara frí föstudaginn langa og annan í páskum, hina dagana er bara skóli - sko ekki mikil gleði yfir því.
Fengum sent þetta fína páskalamb sem verður eldað á sunnudaginn, allir þvílíkt spenntir yfir því (nema kannski Undri kallinn en hann fær bara eitthvað annað gómsætt). Held samt að börnin mín myndu borða skósóla ef ég segði þeim að hann væri íslenskur, ótrúlegt hvað þau eru föst í að íslenskur matur sé LANGBESTUR í öllum heiminum .
Framundan er mikið fjör.
Kara á afmæli í byrjun apríl og er að hugsa um að halda jafnvel partý .
Hulda vinkona kemur um það leyti, ætlar aðeins að kíkja í búðirnar og draga mig aðeins útúr hús - hlakka svooo til.
Á sama tíma fer Árni Reynir með skólanum sínum í Natures Classroom. Þangað fara langflestir 6.bekkingar í heila skólaviku. Þetta er mjög spennandi. Þau verða í kennslu allan tímann en kennslan miðast mest við raungreinarnar og fer mikið fram úti í náttúrunni. Þau gera alls kyns tilraunir og fá að fylgjast með dýralífinu, bæði að nóttu og degi. Svo eru leikir og kvöldvökur og alls kyns skemmtilegt.
Ég vona að ég nái að tappa einhverjum ritgerðarpælingunum úr kollinum á mér svo ég hafi pláss fyrir eitthvað annað. Ef það tekst skal ég setja inn aðeins skemmtilegri færslu .
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Er einhver moguleiki a ad eg geti farid med Arna Reyni i Natures Classroom?
Edda (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.