27.3.2008 | 15:06
Myndir
(farin að skilja hvað þú meinar Eddamín með að blogga útí vindinn ).
Vorið er komið, að minnsta kostið farið að sjást í þetta litla ljúfa græna á trjánum. Skal ekki tala meira um dýralífið þó ég gæti alveg fyllt nokkrar síður af lýsingum á því.
Kannski frekar að tala um litlu dýrin mín sem eru aldeilis að taka við sér í vorinu. Þau hoppa hérna um öll tún eins og lömb, kát og oftast glöð.
Nýjasti leikurinn er svona Role Play leikur. Eitthvað sem þau apa upp eftir Astrópíu. Þau eru búin að búa sér til karaktera og velja á þá útlit, vopn og alls konar eiginleika. Þetta teikna þau allt saman sjálf og fara svo út í bardaga .
Við erum búin að vera dugleg að rölta um hverfið í vikunni og skoðuðum m.a. betur garðinn sem ég hérna nálægt og heitir einfaldlega Ardsley Park. Þar voru fullt af krökkum í alls konar dundi - fótbolta, barnapössun, eltingaleikjum, á hjólabrettum og mörgu öðru. Þau fundu strax einhverja sem þau þekktu og voru "úti að leika" í lengri tíma. Það er eitt af því sem ég (og þau) hafa saknað - að fara "út að leika" með fullt af krökkum. Þetta var því algjört æði og við verðum vonandi reglulegir gestir þarna. Garðurinn er mjög mikið notaður af bænum fyrir alls kyns uppákomur, sérstaklega á sumrin. Við misstum af mesta fjörinu síðasta sumar af því við komum svo seint en munum vonandi ná einhverju stuði núna í byrjun sumars. Ég veit að stundum eru útibíó þarna um helgar, þá mæta allir með teppi, popp í poka og góða skapið og horfa saman á ristatjald - örugglega frekar mikið sport.
Knús af Krossgötunni,
Birgitta og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.